Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 133
U m s a g n i r u m b æ k u r
TMM 2017 · 1 133
18 Hannes Pétursson, „Draugatrú – kommún-
ismi,“ Morgunblaðið 49. árg., 285. tbl., 19.
des. 1962, bls. 2.
19 Sjá grein Guðmundar Andra „Þorbergur
Þórðarson, ekki neitt“ í greinasafni hans Ég
vildi að ég kynni að dansa (Reykjavík: Mál
og menning, 1998), bls.133–146.
Þorgeir Tryggvason
Verðandi
Pétur Gunnarsson. Skriftir – örlaga gletta.
JPV 216
Eiginlega er það nú regla hjá mér að sýna
aldrei neinum inn á verkstæðið hjá mér.
Það er alkemistinn í mér sjáðu til. En ég
hlýt að gera undantekningu með þig.
Þórarinn Eldjárn, Maðurinn er það
sem hann væri
I
Af einhverjum ástæðum hefur það lengi
verið litið hornauga, í það minnsta í
fræðaheiminum, að skoða skáldskap í
ljósi höfundanna. Að leita vísbendinga
um merkingu og listrænt gildi verkanna
í atvikum og þráðum í lífshlaupi skáld-
anna. Stundum sjást ummæli þar sem
þessi „aðferð“ er afgreidd svo snubbótt
og hryssingslega að helst megi líkja
henni við að reykja í fjölskyldubílnum
eða hrækja á gólfið. Eitthvað sem einu
sinni var landlægt og sjálfsagt, en hafi
nú góðu heilli verið útrýmt, enda aug-
ljóslega óhollt og ekki við hæfi.
Samt gerum við þetta öll. Byggjum
kannski ekki virðulegar greiningarrit-
gerðir á hugleiðingum og grúski í fortíð
og umhverfi höfundanna, allavega ekki
eingöngu. En flestum okkar er lífsins
ómögulegt að ýta þessum hugsunum
algerlega frá okkur við skáldskaparlest-
ur. Ég tala nú ekki um á þessum síðustu
og „verstu“ tímum þar sem úrvinnsla
eigin lífsreynslu er orðin miðlæg – og
opinber – í verkum virtustu höfunda.
Umræða um allan þann „sjálfsskáld-
skap“ er á frumstigi, nema mögulega í
harðkjarna fræðanna. Gengur að mestu
út á að horfa á „trend“, á breiða straum-
inn í þessa átt. Fyrir vikið eru jafn
grunnólík verk og Útlagi Jóns Gnarr,
Sjóveikur í München eftir Hallgrím
Helgason og Stúlkubækur Þórunnar
Jörlu Valdimarsdóttur skoðaðar sem
flokkur, einblínt á líkindin á kostnað
þess að virða fyrir sér efni og úrvinnslu-
leiðir hvers og eins.
Skriftir Péturs Gunnarssonar gætu
auðveldlega sogast inn í þennan flaum.
Sem væru kaldhæðnisleg örlög í ljósi
þess hvernig yfirborðskenndir merki-
miðar hafa löngum þvælst fyrir upplif-
un verka hans, og mótað viðtökur
þeirra. Strákabækur „fyndnu kynslóðar-
innar“ hafa á köflum verið afgreiddar
sem ómarktækt léttmeti. Og sjálfhverft
auðvitað. Kannski hefðu þeir Pétur og
Einar Már átt að slengja fram tuggunni
„You Ain’t Seen Nothing Yet“ á helstu
aðfinnsluraddirnar. Svona í ljósi þess
hvernig fór og hvert straumurinn liggur
í dag í kjölfar Knausgaards og félaga.
II
Bæði nafn og kynningartexti á bókar-
kápu halda því fram að meginefni og
erindi bókarinnar sé uppruni ævistarfs-
ins, að skrifa, verða rithöfundur, vera
„rithöfundur in spe“ eins og segir í einu
af mörgum leiðarstefjum Skrifta. Það
má til sanns vegar færa. Hér fer öðrum
þræði fram upprifjun á kringumstæð-
um, afstöðu, áhrifavöldum í lífi og
bókum. Uppgjör Andra, annars höfund-
ar „að vonum“ við Halldór Laxness í
Persónum og leikendum er ekki alveg
upp úr engu.