Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 133

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 133
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 1 133 18 Hannes Pétursson, „Draugatrú – kommún- ismi,“ Morgunblaðið 49. árg., 285. tbl., 19. des. 1962, bls. 2. 19 Sjá grein Guðmundar Andra „Þorbergur Þórðarson, ekki neitt“ í greinasafni hans Ég vildi að ég kynni að dansa (Reykjavík: Mál og menning, 1998), bls.133–146. Þorgeir Tryggvason Verðandi Pétur Gunnarsson. Skriftir – örlaga gletta. JPV 216 Eiginlega er það nú regla hjá mér að sýna aldrei neinum inn á verkstæðið hjá mér. Það er alkemistinn í mér sjáðu til. En ég hlýt að gera undantekningu með þig. Þórarinn Eldjárn, Maðurinn er það sem hann væri I Af einhverjum ástæðum hefur það lengi verið litið hornauga, í það minnsta í fræðaheiminum, að skoða skáldskap í ljósi höfundanna. Að leita vísbendinga um merkingu og listrænt gildi verkanna í atvikum og þráðum í lífshlaupi skáld- anna. Stundum sjást ummæli þar sem þessi „aðferð“ er afgreidd svo snubbótt og hryssingslega að helst megi líkja henni við að reykja í fjölskyldubílnum eða hrækja á gólfið. Eitthvað sem einu sinni var landlægt og sjálfsagt, en hafi nú góðu heilli verið útrýmt, enda aug- ljóslega óhollt og ekki við hæfi. Samt gerum við þetta öll. Byggjum kannski ekki virðulegar greiningarrit- gerðir á hugleiðingum og grúski í fortíð og umhverfi höfundanna, allavega ekki eingöngu. En flestum okkar er lífsins ómögulegt að ýta þessum hugsunum algerlega frá okkur við skáldskaparlest- ur. Ég tala nú ekki um á þessum síðustu og „verstu“ tímum þar sem úrvinnsla eigin lífsreynslu er orðin miðlæg – og opinber – í verkum virtustu höfunda. Umræða um allan þann „sjálfsskáld- skap“ er á frumstigi, nema mögulega í harðkjarna fræðanna. Gengur að mestu út á að horfa á „trend“, á breiða straum- inn í þessa átt. Fyrir vikið eru jafn grunnólík verk og Útlagi Jóns Gnarr, Sjóveikur í München eftir Hallgrím Helgason og Stúlkubækur Þórunnar Jörlu Valdimarsdóttur skoðaðar sem flokkur, einblínt á líkindin á kostnað þess að virða fyrir sér efni og úrvinnslu- leiðir hvers og eins. Skriftir Péturs Gunnarssonar gætu auðveldlega sogast inn í þennan flaum. Sem væru kaldhæðnisleg örlög í ljósi þess hvernig yfirborðskenndir merki- miðar hafa löngum þvælst fyrir upplif- un verka hans, og mótað viðtökur þeirra. Strákabækur „fyndnu kynslóðar- innar“ hafa á köflum verið afgreiddar sem ómarktækt léttmeti. Og sjálfhverft auðvitað. Kannski hefðu þeir Pétur og Einar Már átt að slengja fram tuggunni „You Ain’t Seen Nothing Yet“ á helstu aðfinnsluraddirnar. Svona í ljósi þess hvernig fór og hvert straumurinn liggur í dag í kjölfar Knausgaards og félaga. II Bæði nafn og kynningartexti á bókar- kápu halda því fram að meginefni og erindi bókarinnar sé uppruni ævistarfs- ins, að skrifa, verða rithöfundur, vera „rithöfundur in spe“ eins og segir í einu af mörgum leiðarstefjum Skrifta. Það má til sanns vegar færa. Hér fer öðrum þræði fram upprifjun á kringumstæð- um, afstöðu, áhrifavöldum í lífi og bókum. Uppgjör Andra, annars höfund- ar „að vonum“ við Halldór Laxness í Persónum og leikendum er ekki alveg upp úr engu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.