Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 134
U m s a g n i r u m b æ k u r
134 TMM 2017 · 1
Einnig fer hér fram leit í minninu að
því sem ekki er lengur aðgengilegt en
hlýtur að hafa skipt máli. Hér er ekki
mikið um áhrifavalda, aðferðafræði eða
vinnubrögð. Þar sem aðrir höfundar eru
nefndir er það frekar sem uppáhalds-
skáld ástríðufulls lesanda heldur en
fyrir myndir og lærifeður metnaðar-
gjarns höfundar. Þetta er ekki stefnu-
yfir lýsing. Á einum stað kemur upp úr
kafinu skrifleg yfirlýsing um að hinn
átta ára Pétur hyggist leggja fyrir sig
lögfræði. Nokkuð sem hann hafði
reyndar gleymt.
Hvað Pétur man og hvað ekki er ein
skemmtileg lesleið fyrir Skriftir. Hér er
t.d. mikilvægt mótunarskeið afgreitt
nokkuð rösklega:
Ævin byrjar í blakkáti sem varir fimm
fyrstu árin. En svo kemur annað blakkát
á unglingsárin. Hagaskóli tekur við af
Melaskóla, gagnfræðaskóli af barnaskóla.
En ég á fátt til að fylla upp í þá mynd.
(141)
Pétur er heldur alls ekki bara að fiska í
minni sínu. Hann grúskar i pappírum
og örugglega á timarit.is, hann sækir
fróðleik til frændfólks og jafnvel kanad-
ískir ættfræðingar leggja hönd á plóg.
Eitt man hann þó alltaf:
Hún var á tali við vin minn, Stebba Frið-
finns, klædd ljósbrúnni rúskinnskápu…
(11)
… geng ég eitt sinn fram á hana þar sem
hún er að bíða eftir strætó við skýlið
í Lækjargötunni. Hún var í vorlegum
frakka … (12)
Í nóvember var Framtíðarballið, annar af
aðaldansleikjum skólans, haldinn á Hótel
Sögu. Hrafnhildur var í dragsíðum kjól,
svörtum. (64)
Ástarsagan hlykkjar sig um bókina eins
og nákvæmt auga skáldsins hefur skrá-
sett hana og minnið meðtekið. Fötin og
allt. Nema hann sé að búa þetta til. Því
neitum við að trúa.
III
Innlit á verkstæði listamanns veitir inn-
sýn í fernt: Verkfæri, vinnubrögð, ætlun
og efnivið. Það er óhætt að segja að í
Skriftum sé áherslan einarðlega á það
síðastnefnda. Af öðrum skrifum Péturs,
skáldskap og hugrenningabókum er
hægt að gera sér mynd af hvaða tilgangi
hann langar að skáldskapur sinn þjóni.
Kannski mætti orða það svona: Að
skoða samhengi hins hversdagslega og
einstaka, stóra og smáa, merkilega og
ómerkilega í lífi okkar. Eins og sínus og
kósínusbylgjur sem magna hver aðra eða
slétta út.
Að því gefnu að þetta sé stóra hug-
myndin þá er ljóst að efnisvalið skiptir
öllu máli og einstaklega nærtækt að leita
í hversdagslífið í kringum sig. Ævisaga
slíks höfundar verður sjálfkrafa að lykil-
bók að höfundarverkinu.
Innan um minningarnar eru þó
vangaveltur, jafnvel vinnureglur, gjarn-
an settar fram í kunnuglegum hálfkær-
ingi:
Rithöfundur in spe þróar snemma með
sér afstöðu til lífsins sem er ögn frá-
brugðin því sem tíðkast. Á meðan aðrir
lifa lífinu lifir rithöfundurinn svo að
segja á lífinu, lífið er fyrst og fremst
yrkisefni (53)
Þessi orð eru kveikjan að stuttum útúr-
dúr, ef svo mætti segja, sögu af kynnum
höfundar við drykkjusjúkan mann sem
kom reglulega í sveitina þar sem Pétur
var á sumrin í æsku. Löngu síðar hittir
Pétur manninn aftur yfir kaffi og sand-
köku:
Mig tók þetta sárt, ég fann til með
honum en um leið fann ég næstum