Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 42

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 42
40 staklinga árið 1982 nam heildarhækkun álagðra gjalda frá fyrra ári um 65%. Hlutfall beinna skatta af heildartekjum einstaklinga var samkvæmt þessu nokkru hærra árið 1982 en árið áður, eða um 12,9% af tekjum greiðsluárs, þ. e. 1982, samanborið við 12,4% 1981. Ráðstöfunartekjur heimilanna eru því samkvæmt þessu taldar hafa hækkað heldur minna en heildartekjur árið 1982, eða um rúmlega 57% í heild, en 55% á mann. Óvenju erfitt er að áætla breytingar tekna á þessu ári, meðal annars vegna óvissunnar um áhrif efnahagsráðstafananna í maí síðastliðnum. Eins og getið var um hér að framan er reiknað með, að kauptaxtar hækki um tæplega 50% milli 1982 og 1983 og er þá meðal annars höfð hliðsjón af ákvæðum bráðabirgðalag- anna um launamál um hámarkshækkun taxta fram til janúarloka á næsta ári. Um tekjuþróun ríkir hins vegar mun meiri óvissa, sérstaklega þar sem bráðabirgðalögin kveða á um svo miklar breytingar á sviði kjaramála það sem eftir er ársins. Ennfremur liggja hvorki fyrir upplýsingar um vinnutíma á þessu ári né vísbendingar um áhrif annarra þátta — svo sem yfirborgana, aukastarfa o. fl. — á tekjumyndun í landinu. Þetta eykur enn óvissuna við áætlanagerð á þessu ári. Af þessum sökum hefur við mat á Kklegri tekjuþróun á þessu ári meðal annars verið höfð hliðsjón af reynslu fyrri ára, þar sem aðstæður voru að ýmsu leyti hliðstæðar. Þannig má í þessu sambandi sérstaklega benda á árin 1975/76 og 1981/82, en eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu er mismunur taxta- og tekjubreytinga mjög verulegur á þessum árum. Má ætla, að hluta af skýringunni að minnsta kosti á þessum mun megi rekja til afskipta stjórnvalda af kauplagsmálum, sem fyrirtæki og launþegar hafi brugðist við með ýmsum hætti, til dæmis aukinni vinnu, yfirborgunum, aukastörfum, aukinni atvinnuþátttöku kvenna o. fl. í þeirri spá um atvinnutekjur launþega árið 1983, sem hér er fram sett, er gert ráð fyrir nokkru styttri vinnutíma en var 1982. Þessi skoðun er sett fram meðal annars með tilliti til áhrifa almenns samdráttar í sjávarútvegi, svo og í þeim þjónustugreinum, sem honum tengjast, en ætla má, að þessi áhrif komi fram í styttri vinnutíma fremur en minni atvinnu. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir, að aðrir þættir tekjumyndunar, yfirborganir, aukastörf o. fl., geri nokkru betur en vega upp á móti áhrifum styttri vinnutíma á tekjur. Jafnframt er reiknað með nokkurri fjölgun manna á vinnumarkaði á árinu. Þegar öllu þessu er til skila haldið, fæst spá um rúmlega 55% hækkun atvinnutekna í heild milli 1982 og 1983. Þetta svarar til nálega 53% hækkunar atvinnutekna á mann, eða tæplega 3% umfram áætlaða breytingu taxta. Til samanburðar má nefna, að á árunum 1981/82 var mismunur breytingar atvinnutekna og taxta 3-4% og 4-6% 1975/76. Annað atriði má nefna, en það er að þrátt fyrir mikinn afturkipp í þjóðarbúskapnum eru ýmsar greinar allvel settar, til dæmis útflutningsiðnaður, sumar greinar samkeppnisiðnaðar og að líkindum einnig ýmis þjónustustarfsemi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.