Þjóðarbúskapurinn

Útgáva

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Síða 74

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Síða 74
72 einnig dregist saman að raungildi, þó minna, eða um 9%. í heild hafa tekjur af óbeinum sköttum hækkað um 55% á þessu tímabili, en á móti vegur mun meiri hækkun innheimtu beinna skatta, eða um 67%, og í heild er tekjuaukningin um 57% sem fyrr segir miðað við sama tíma í fyrra. Um útgjöldin gegnir öðru máli, þar sem þau hafa aukist um 80% milli ára. Utgjöld til heilbrigðis- og tryggingamála, sem nema um 38% af heildarútgjöld- um ríkisins á þessu ári, jukust um 77% frá fyrra ári, og veldur þar mestu um meira en tvöföldun á útgjöldum til heilbrigðismála. Af öðrum stórum mála- flokkum má nefna, að útgjöld til fræðslu- og menningarmála jukust um 76%, útgjöld til vega- og samgöngumála um 81% og kostnaður við almenna stjórnsýslu jókst um nær 91%. Niðurgreiðslur jukust á hinn bóginn aðeins um 48% og uppbætur á útfluttar búvörur um 27%. Horfurnar um framvindu ríkisfjármálanna það sem eftir er ársins verða að teljast fremur óvissar. Með hliðsjón af þróuninni á fyrri helmingi ársins svo og fyrirliggjandi áætlunum um veltu- og kostnaðarbreytingar á síðari helmingi ársins virðist þó stefna í nokkurn rekstrarhalla á árinu öllu. Áhrif efnahagsað- gerðanna í maímánuði síðastliðnum á afkomu ríkissjóðs svo og áhrif þeirra skattbreytinga, sem síðar hefur verið gripið til (lækkun tolla og vörugjalda á nokkrum vöruflokkum, lækkun innflutningsgjalds af bílum og niðurfelling álags á ferðamannagjaldeyri), eru enn að ýmsu leyti óviss. Um bein áhrif þessara aðgerða má segja, að þær feli í sér talsverða skerðingu tekna ríkissjóðs miðað við fyrri áætlanir. í bráðabirgðalögunum frá í maí fólst tekjumissir, sem var metinn um 400 milljónir króna á þessu ári. Auk þess er talið, að lækkun og niðurfelling skatta, sem fylgdi í kjölfarið, gæti numið meira en 100 milljónum króna til viðbótar. Erfiðara er að ætlast á um óbein áhrif aðgerðanna á afkomu ríkissjóðs. Þó er vafalaust, að með aðgerðunum dregur úr kostnaðarhækkunum á síðari hluta ársins. Á hinn bóginn er sennilegt, að kaupmáttarskerðingin, sem í aðgerðunum fólst, muni leiða til samdráttar í veltu — ekki síst innflutningi— og hafi þannig áhrif á innheimtu óbeinna skatta. Hver endanleg niðurstaða verður, er erfitt að sjá nákvæmlega fyrir, en eins og fyrr var getið virðist líklegt, að nokkur halli verði á ríkissjóði árið 1983. Fjármál sveitarfélaga. Samkvæmt úrvinnslu Þjóðhagsstofnunar úr reikningum sveitarfélaganna fyrir árið 1981 námu heildarrekstrartekjur þeirra 1 661 milljón króna, samanborið við 1 035 milljónir árið 1980, og höfðu þær því hækkað um rúmlega 60% milli ára. Sem fyrr var uppistaðan í tekjum sveitarfélaganna skatttekjur, sem voru um 94% af heildartekjum, en tekjur af eignum og tilfærslutekjur 6%. Heildargjöld án afskrifta árið 1981 námu 1 151 milljón króna og rekstrarafgangur upp í eignabreytingar var því rétt um 510 milljónir króna. Hækkun gjalda miðað við árið áður var um 58%, eða heldur minni en hækkun tekna. Mismunur tekna og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.