Loðdýrarækt - 01.09.1931, Síða 11
9
ritstj. Endurskoðendur: Elías Halldórsson banka-
fulltrúi og Gunnar E. Benediktsson lögfr.
Eins og sést á lögum félagsins, er tilgangur
þess að stuðla að fjölgun dýrategunda í land-
inu, bæði villtra og þeirra, er fallin eru til rækt-
unar sem loðdýr. Fyrra atriðið er dálítið sérstaks
eðlis. Vegna legu landsins hafa villt landdýr ekki
getað borizt liingað, nema refurinn, sem eflaust
hefir komið hingað með hafís. Fjöldi dýrateg-
unda lifa annarstaðar við sömu eða svipuð lífs-
skilyrði og liér eru. Villtum dýrum fer yfirleitt
fækkandi i heiminum, mest vegna landþrengsla.
Maðurinn leggur jörðina undir sig og leyfir ekki
villtum dýrum ábúð á lienni með sér. Hér er
óþrjótandi landrými og gætu ýmsar þær dýra-
tegundir þrifizt hér, landsmönnum til gagns og
gamans, sem þó gerðu ekkert illt af sér.
Loðdýrarækt er atvinnugrein, sem farið er að
stunda allmikið úti i heimi og á eflaust mikla
framtíð fyrir sér. Hér á landi eru menn þegar
hyrjaðir á henni og má húast við að hún aukist
óðfluga. En í þeirri gi'ein, ekki síður en öðr-
um, er strangt mat og' traust skipulag nauðsyn-
legt. Þessi atvinnugrein er svo sérstaks eðlis,
að hún lieyrir ekki beinlínis undir neinar af
þeim stofnunum, sem fyrir eru. Vér höfum Bún-
aðarfélag, Fiskifélag, Iðnráð, Verziunarráð o.
s. frv. Maður gat ekki hiiist við að nein af þess-
um stofnunum hefði á hendi stjórn eða leið-
beiningar um ræktun dýra til grávörufram-
leiðslu.