Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 53
Hérlemlar tilraunlr nieí refarækt.
Eitt af því, sem lesendur ársritsins munu láta
sig varða hvað mestu, mun vera að fá að vita
hvernig þær tilraunir hafa tekizt, sem þeg-
ar liafa verið gerðar hér á landi með
ræktun refa í girðingum. Þegar ákveðið var
að gefa út ársritið, skrifaði eg nokkrum
refaræktendum, er eg vissi um, og bað þá um
fréttir af búum þeirra og livert álit þeir hefðu
á refarækt í framtiðinni. Þeir liafa yfirleitt
brugðizt vel við þessu, sumir skrifað mér í bréf-
formi, aðrir sent sjálfstæðar greinar. Læt eg hér
koma ummæli þessara manna.
Silfurrefur í girðingu.
Það, sem fyrst verður fyrir lijá þeim, sem
farinn er að liugsa um að koma sér upp silfur-
refahúi, er girðingin, hvernig henni skuli hagað
og hvernig því verði við komið að dýrunum líði
sem bezt og eigandinn geti haft sem mestan
hagnað af rekstrinum. Nú sem stendur er mik-
ið talað um útbúnað og girðingar refabúa, en
menn skyldu vara sig á því að vera of fljótir
4*