Loðdýrarækt - 01.09.1931, Síða 54
52
að ákveða sig fyrir hinu ódýrasta, taka heldur
tillit til þess, sem bezt hentar dýrunum þegar
fram í sækir. Sumir halda því fram, að girð-
ingar þurfi ekki að vera stærri en 2 X 9 m., eða
18 fermetrar, en því vil eg aðeins svara, að alla
reynslu vantar fyrir þeim girðingum. Norðmenn
þeir, er þessu halda fram, hafa ekki reynslu
fyrir því að hægt sé að ala upp príma dýr í
þeim. Reynzlan ein verður að skera úr þvi. Mín
skoðun er, að 4x12 m. sé liæfilega stór girðing
og muni gefa beztan árangur. Ef það kemur í
Ijós að dýrin komist af með minna rúm, án þess
að nokkuð saki, er mjög auðvelt að skifta þess-
um girðingum í miðju, gera úr þeim verustaði
fyrir tvenn lijón, með 24 fermetra rúmi fyrir
liver.
Um fóðrun silfurrefa er það að segja, að hún
liefir alls ekki reynzt torveld, lieldur hið gagn-
stæða. Silfurref má fóðra á mjög líkan hátt og
liund eða kött. Fiskur, kjöt, mjólk, grautur og
brauð er algengasta fæðan. En auk þess kemur
ýmislegt fleira til greina, sem nota má og sem
refinum þykir hið mesta sælgæti, svo sem vömb
og þarmar sláturdýra. Lifur, lungu og nýru eru
honum liátíðamatur. Og fugl þykir honum sér-
staklega góður, hverrar tegundar sem er. Þegar
ég tala hér um fisk og kjöt þá á ég við nýjan
fisk og nýtt kjöt. Hvorttveggja má þó einnig
nota vindþurkað, bleytt upp eða mulið í vél
(hakkað). Saltan fisk eða kjöt ræð ég mönn-
um frá að nota.