Loðdýrarækt - 01.09.1931, Síða 58
56
Frá Ægisíðu.
Árið 1927 fór ég um haustið til Noregs og
dvaldi þar um veturinn. Kynntist ég þá nokkuð
refaræktuninni þar í landi, einnig var ég fljótt
var við það, að Norðmenn liöfðu mikinn áhuga
á þeirri ræktun og gáfu út ýmsar hækur og blöð
til þess að leiðbeina mönnum i allri loðdýra-
ræktun.
Silfurrefir hafa náð meiri útbreiðslu í Noregi
en nokkur önnur dýrategund, og reynslan hefir
sýnt það, að þeir hafa þrifizt þar vel, og refabú-
in verið rekin þar með ágætum árangri.
Norðmenn skipa nú öndvegi í silfurrefarækt i
Evrópu, þó ekki sé nema 17 ár siðan að fyrsti
silfurrefur var fluttur þangað inn i landið frá
Kanada.
Haustið 1928 keypti ég tvö pör af silfurref i
Noregi og setti þar upp refabú, af þeim ástæð-
um að innflutningsleyfi var þá ekki fáanlegt á
þeim liér inn í landið, og hafði eg þá í Noregi,
þar til að ég flutti þá heim i desembermánuði
1930.
Af þeirri reynslu, sem ég hefi fengið af refa-
ræktun hér á landi, livað snertir náttúrufar
landsins og aðra staðhætti, er ég ekki i neinum
vafa um, að þetta land er sérstaklega vel fallið
til þeirrar ræktunar og annara loðdýra, að því
leyti að loftslagið hér er svo milt allt árið í kring,
sem dýrunum er hæfilegt, og hefir ekki hvað
minnst að segja fyrir alla loðdýraræktun. Einn