Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 73
71
Mjög verður að gæta hreinlætis við kanínur,
eins og önnur dýr; varðar það mjög miklu um
þroska þeirra og þrif.
Kanínur geta orðið mjög spakar, ef vel er lát-
ið að þeim. En taka verður mönnum vara fyrir
því, að láta þær ekki sleppa úr búrum sínum.
Þær verða þá fljótt villtar og geta gert
mjög mikið tjón. Þar sem vetur er svo langur
sem liér, gætu þær þó varla gert mikinn ó-
skunda. Eitthvað liefi eg heyrt um það, að
kanínur hafi lifað villtar hér á íslandi, en liefi
þó ekki fengið áreiðanlegar fregnir af því. Væri
gaman að fá upplýsingar um það i ársritið næst.
Þar sem lífsskilyrði eru góð fyrir þær tímgast
þær svo ört, að enginn máttur ræður við að út-
rýma þeim. Svo liefir verið t. d. í Ástralíu. Þar
hafa þær beinlínis orðið landplága og lagt heil
liéröð í auðn. Þær grafa sér holur í jörðina, eru
mjög styggar, leita sér helzt ætis á nóttunni, og
þegar mergðin er orðin mikil, éta þær bókstaf-
lega allt sem tönn á festir, svo að jörðin verður
að einu flagi. Stjórnin í Ástralíu verður að kosta
miljónum króna árlega til útrýmingar þeirra.
Á. Á.