Loðdýrarækt - 01.09.1931, Side 83
81
sé að tæma hann og iireinsa. Dýrin leg'gja frá
sér saurindin i vatni, og fæðuna vilja þau lielzt
skola úr vatninu áður en þau éta hana. Yið það
vill nokkuð af henni slæðast í vatnið og verð-
ur því vel að gæta þess, að ekki stýflist frárennsl-
ið. Eins verður að gæta þess að lialda vatninu
hreinu. Þetta liefir á hinn bóginn þann mikla
kost, að búrin eru ávallt lirein og dýrin yfirleitt
hin þrifalegustu.
Sé vatnið frosið, þarf að brjóta á því fyrir
þau og hika þau ekki við að fara ofan í þó að
kalt sé. Jafnvel ungar nokkurra daga gamlir
leika sér innan um isköggla í vatni.
Eins og áður er getið, verða ungarnir kyn-
þroska úr þvi þeir eru fimm mánaða gamlir.
Þá verður að taka ungana burtu, að minnsta
kosti karldýrin; þau fara þá að fyllast vígamóð
og geta drepið hvert annað.
Eins og áður er getið, lifa þau eingöngu á
jurtafæðu. Meltingarfærin eru svo gerð, að þau
geta hagnýtt sér tormelta fæðu, og eru dýrin þvi
ekki sérlega vandfædd. Auk ýmiskonar grasteg-
unda eta þau kartöflur, rófur, kál, ennfremur
ýmsar korntegundir, sérstaklega mais, liafra og
hveiti. Þau þurfa nokkuð mikið fóður, eins og
skiljanlegt er, t. d. mæður sem þurfa að mjólka
6—8 ungum og kannske jafnframt fóstra jafn-
marga unga innan i sér.
Gætum vér ræktað þessi dýr hér á tslandi?
Því finnst mér bezt svarað með því að birta
útdrátt úr grein i Norsk Pelsdvrblad frá 15. júlí
6