Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 86
Minkur.
Dýr þetta er af marðarættinni. — Merðirnir
eru rándýr, flestir fremur litlir, kroppurinn lang-
ur og mjór, fæturnir stuttir. Skinnin af sumum
þeirra eru mjög verðmæt, má þar t. d. nefna
safalann (sobel, Martes zibellina); skinnið af
honum er eitthvert hið dýrasta er nú þekkist,
enda er hann orðinn mjög fág'ætur, hittist nú
orðið að eins á nokkrum óbyggðum svæðum i
Siberiu. Næstur honum að verðmæti kemur
minkurinn (Mustela [Lutreola] vison). Heim-
kynni hans eru í Norður-Ameriku, aðallega í
Kanada og Alaska. Verðmætasta afbrigðið á
heima í Kvibekk-fylkinu í Kanada og ber þvi
nafnið Kvibekk-minkur. Hann á náfrændur á
meginlandi Evrópu, þar sem er nertsinn (Mus-
tela [Lutreola] lutreola), en skinn hans er ekki
nærri þvi eins verðmætt. Eg tel réttast, að nota
ameríska heitið, mink, um þetta dýr, með ís-
lenzkri endingu, minkur, til þess að enginn mis-
skilningur geti orðið um við hvaða dýr sé átt,
að minnsta kosti meðan ekki er bent á lientugt
heiti á þvi fyrir íslenzkt mál.