Loðdýrarækt - 01.09.1931, Blaðsíða 97
95
ótakmarkaSa þolinmæði og ástúð í umgengni
sinni við þvottabjörninn.“
Eins og þessar frásagnir bera með sér, er
þvottabjörninn eittlivert hið skemmtilegasta dýr
er menn geta liaft undir höndum. I Ameríku
er liann víða hafður til skemmtunar, t. d. í smærri
veitingahúsum, og hann á eflaust eftir að vinna
marga dýravini á þann hátt, bæði hér og ann-
arsstaðar.
Eins og áður er drepið á, er auðveldara að
rækta þvottabjörninn en jafnvel nokkurt annað
loðdýr. Hann étur hvaða fæðutegundir sem er,
hann er ekki kvillagjarn, þarf lítil búr og þrífst
í allskonar loftslagi. Skinnin eru ágætis grávara,
en ekki sérlega verðmæt, sízt ljósari tegundirn-
ar. Innan um liittast nokkuð dökk dýr. Fyrir
rúmum tuttugu árum lióf maður einn i Ohio
í Ameríku, L. S. Russell að nafni, tilraunir til
að lireinrækta dekkstu afbirgðin, og hefir hon-
um tekizt, nú fyrir skömmu, að fá hreina, kyn-
fasta tegund, svarta að lit með ofurlítið ljósari
litblæ á kviðnum, og mun verðið á þeim vera
nálægt meðalverði silfurrefa. Skinnin hafa þann
kost, likt og af silfurrefum, að ekki er liægt að
stæla þau. Þessi svörtu Russell-dýr gera líka sitt
gagn með því að þau eru látin æxlast saman
við ljósari dýr, og má þannig dekkja stofninn,
en skinnin eru venjulega þvi verðmætari sem
þau eru dekkri.
Þvottabjörninn verður kynþroska á fyrsta ári.
Fengitíminn er venjulega i rnarz, upp úr vetrar-