Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 101
99
úrlegan platínuref, undirhárin eru hvít eða silf-
urlit, en vindhárin blá. Sagt er að þetta sé for-
kunnar falleg refategund. Platinuliturinn fæst
með því að láta hvítan heimskautaref og bláan
Alaskaref tímgast. Á fyrstu afkvæmunum varð
engin breyting, en þau áttu aftur 6 yrðlinga, sem
voru fæddir hvítir, en fengu bláu vindhárin með,
aklrinum.
5. Röskir drengir.
Sunnudaginn 16. ágúst voru 2 smástrákar
skammt frá Voss í Noregi að tína ber. Allt í
einu komu þeir auga á silfurref, sem liafði
sloppið úr búri. Hann svaf þar á mýrarþúfu.
Þegar hann sá þá, skreið hann undir stein. Ann-
ar drengjanna laumaðist að honum og náði í
skottið á honum. Hinn drengurinn var með poka.
Hélt hann í sundur pokaopinu meðan rehhi var
látinn á hausinn í pokann. Síðan báru þeir pok-
ann á milli sín til næsta bæjar.
6. Keisaraskurður á grenlægjum.
Það á sér stað um refi, eins og aðrar skepn-
ur, að grenlægjurnar geta ekki fætt. Eru dýra-
læknarnir farnir að gera keisaraskurði á þeim,
og liefir lieppnast að bjarga bæði lífi móðurinn-
ar og yrðlinganna, enda eru refir, eins og kunn-
ugt er, liarðgerð dýr með afbrigðum.
7. Silfurrefur veiddur með svefnmeðali.
Silfurrefur gróf sig út úr girðingu á refagarði í
7*