Loðdýrarækt - 01.09.1931, Blaðsíða 119
117
þeir nafnið Skorri og Flóka. Áform okkar var
að láta þau g'anga úti að miklu eða öllu leyti,
en eins og á stóð þótti það ekki ráðlegt, orðið
svo áliðið og komið jarðbann einmitt um þetta
leyti, en dýrin verið á gjöf síðan þau voru veidd
í Grænlandi, eða á þriðja mánuð. Þeim var gef-
ið gott liey um veturinn, mest taða, og dálítið
haframjöl jafnframt. Þrifust þau ágætlega, léku
sér mikið, sem var sönnun þess, að þeim leið
vel. Urðu mannelsk eins og heimaalningar. Eg
gerði mér ferð þangað — enn með nokkrum
Gottu-félögum -— í maí i vor, og leizt okkur
mjög vel á þau. Þau höfðu þá verið úti nokkra
lirið og' virtust una sér hið bezta. Haglendi er
þarna ágætt, mýrlendi, skógur, og valllendi og
lieiðagróður þegar upp i Skarðsheiðina kemur.
Þau voru látin vera frjáls ferða sinna og
ekki höfð í neinni girðingu. Sóttu þau upp í
fjallið, héldu sig lengi uppi undir snjó í Skarðs-
heiðinni norðanverðri.
Um 10. júli verða menn varir við að ekki sést
nema annað dýrið. Þarna er annars lítil umferð.
Bóndinn á Litlu-Drageyri bregður strax við og
fær þaulkunnugan mann sér til fylgdar. Leita
þeir þarna i tvo daga og finna liitt dýrið hvergi,
hvorki dautt né lifandi; sáu þeir spor þeirra
víða þarna, meðal annars á fönn í gili einu; var
op niður í fönnina en holt undir henni eftir
vatnsrennsli. Hélt bóndinn að þó að dýrið hefði
hrapað niðnr um opið mundi það liafa komizt
út nndan fönninni, en ókleift var að rannsaka