Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 121
119
arsholti í okt. síðastl. að sjá lijörðina þar. Og
þar er styzt af að segja, að við urðum verulega
hrifnir af því live dýrin líta vel út. Þau voru
rekin inn í skúr sinn, og fengum við að taka á
þeim til þess að ganga úr skugga um að útlitið
villti okkur ekki. Þegar þau voru flutt austur i
fyrrahaust voru þau látin í girðingu, utan við
túnið, sem önnur dýr höfðu ekki komið i síðustu
5 árin. Yar byggður skúr fyrir þau i girðingunni
og þau hýst þar og gefið inni i fyrravetur, meðal
annars mjólk, um 12 lítrar á dag, einnig dálítið
haframjöl. Þau höfðu verið vigtuð þrisvar sinn-
um og var mér gefin upp þyngd þeirra þannig:
14. jan. 30. maí. 28. sept.
Nr. 1 naut . . 57 kg. 74 kg. 120 kg.
— 2 — .. 60 — 80 — 128 —
— 3 — . . 51 — 63 — 105 —
■—- 4 kvíga . 54 — 72 — 114 —
— 5 — 46 — 55 — 105 —
Léttustu dýrin þarna hafa svipaða þyngd og
Flóka í Skorradalnum. Þyngsti bolinn hefir bætt
við sig 48 kg. síðan i mai í vor, og meira en tvö-
faldað þyngd sína síðan í janúar.
Þrátt fyrir allar ákomur er maður þó vongóð-
ur um að tilraunin ætli að takast. Eg óttast ekki
að dýrin þoli ekki breytinguna, sem stafar af
loftslagi og haglendi. En kvillunum, sem menn-
ingunni fylgja, eru þau óvön. Svo hörð sem þau
eru gagnvart veðurfari, eru þau viðkvæm fyrir
kvillum. En þau munu venjast hinum meinlaus-