Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 123
Hreinrtí raræktun.
Hreindýr voru flutt til Islands frá Finnmörku
1771, og liefir innflutningur þeirra ekki orðið
landsmönnum til þeirra nytja, sem ástæða liefði
verið til, enda er öll meðferð þeirra samanhang-
andi mistök og sorgarsaga, sem aðallega stafar
af þvi að hafa þau villt, í stað þess að temja
þau, láta menn líta eftir þeim. Hreindýrunum
fjölgaði hér strax mjög eftir að aðalstofninn, 30
dýr, voru flutt til Norðurlands 1787, og þó voru
þau skotin frá hyrjun. Árið 1794 leyfir danska
stjórnin að skjóta þau um allt land. Þó fjölg-
ar þeim enn, svo að Guðmundur Pétursson sýslu-
maður kvartar undan þvi við stjórnina 1810, að
lireindýrin komi oft i stórhópum niður i dalina
í Múlasýslum, 5—600 saman, og eyðileggi heiti-
löndin á vetrum. Castenskjold stiftamtmaður
sýnir þann skilning á þessu máli, að hann legg-
ur til að heita verðlaunum fyrir að drepa dýr-
in. En það þurfti ekki til; þetta var gert sleitu-
laust, og þá sérstaklega þegar þau komu að vetr-
arlagi að leita miskunnar mannanna i harðind-
um. Yeturinn 1852—53 voru t. d. drepin 100