Loðdýrarækt - 01.09.1931, Blaðsíða 128
Mætur fornnorræmia [ijúða á grávöru.
í fornbókmenntum Norðurlanda, meðal annars
í Islendingasögununi, Noregskonungasögum og
víðar, úir og grúir af sögnum um grávöru. Þótti
liún dýrmætisvara til verzlunar og gjafa. Almennt
var hún notuð til skattgreiðslu. Dæmi eru og til
þess, að lifandi dýr voru seld, þótt menningin
væri ekki komin á það stig, að rækta þau, eins
og riú er gjört.
Margir munu heyrt hafa söguna um Auðun vest-
firzka; hann kevpti bjarndýr í Grænlandi og gaf
fyrir aleigu sina. Fór siðan til Noregs, neitaði að
selja eða gefa Noregskonungi, Haraldi, dýrið, en
gaf það Sveini Danakonungi og þá að launum
fyrir dvöl hjá konungi, svo langa sem liann vildi,
mjög mikið silfur til suðurgöngu, fagurt skip
með farmi og áhöfn, er hann fór aftur til íslands,
leðurliosu fulla af silfri og armhring úr gulh.
Viðunanlegt má þetta verð kallast, ef það er t. d.
borið saman við núgildandi verðlag á íslenzkum
búpeningi.
Sem dæmi þess, hve grávara var í miklum mct-
um sem gjafir til konunga og annara liöfðingja,