Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 129
127
skal ég af handahófi benda á atvik úr Knytlinga
sögu.
Kaupmaður nokkur stórauðugur, er Yiðgautur
liét, sigldi jafnan kaupferðir í austurveg. Hann
flúði undan víkingum til Danmerkur, á fund
Knúts lávarðs Eiríkssonar, og átti lionum þannig
lif sitt að launa. Viðgautur var hjá honum vetrar-
langt í góðu yfirlæti, með föruneyti sinu, og er
hann fór á lirott, mælti hann til Knúts: „Herra,
þér hafið gjört til vár i vetur með miklum sóma
og veitt oss stórmannlega, en launin munu minni
vera af minni hendi, en vert væri; þér skuluð
þiggja af mér fjóra tigu serkja grárra skinna“.
(En fimm timbr eru í serk hverjum, en fjórir
tigir skinna í timbr)“. Knútur þakkaði honum
gjöíina og kvaðst eigi betri gjöf þegið liafa.
Grávöru þessa gaf Knútur aftur Iieinreki keis-
ara á Saxlandi, frænda sínum, vini og velgjörða-
manni. Keisarinn þakkaði gjöfina og mælti:
„Þegið hef ég stærri gjafir, en fár þær, at mér
liafi betri þótt.“
Gunnar Sigurðsson.