Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Side 7
RÆKTUN OG RANNSÓKNIR Á GRASFRÆI 5
ið var olt 2—3 dögum lengur að spíra en
erlent fræ, en gat þó í mörgum tilfellum
að lokunt spírað að sama magni. Bar eink-
um á þessu, þegar grasfræið þroskaðist
seint á sumri, t. d. fyrst í september.
Eins og gefur að skilja, verður árangur
af spírunartilraunum grasfræs æði misjafn
yfir það tímabil, sem athuganir ná yfir,
það er frá 1923—1965 eða í 43 ár. Þótt
veðurfar hér á landi á þessu tímabili hafi
verið hlýrra og betra en jafnlangt eða lengra
tímabil á undan, má segja, að tíðarfar
þessa síðara tímabils hafi verið misgott, og
á stundum það slæmt, að grasfrætegundir
náðu ekki fullum fræþroska. Mætti í þessu
sambandi rninna á árin 1937, 1940, 1947,
1955 og 1965. Þessi ár voru öll slæm gagn-
vart fræ- og kornþroskun. Raunar mætti til-
greina fleiri ár, sem voru ekki sérlega hent-
ug, eins og 1943.1945,1949 og 1959. Eru það
því urn 21% af þessu síðasta fjörutíu og
þriggja ára tímabili, er telja má ntjög erfitt
fyrir grasfræræktun og gæði þess fræs, er
þroskast við þessi löku skilyrði, hvað ár-
ferði snertir. En sé litið yfir aðra jarðrækt
og gróðurframleiðslu, verða áhrif þessara
nefndu ára ekki heldur góð.
Mun nú verða greint frá gróhraða, gró-
ntagni og fræþyngd allra jteirra grasfræteg-
unda, sem rannsóknir ná til, og við hverja
tegund greint frá mesta grómagni tegund-
arinnar, og síðast meðaltali jieirra rann-
sé)kna, sem eru í öðrum llokki, ]>að er lé-
legt grómagn. Enn fremur verður sagt frá
þeirri reynslu, sem fengizt hefur á þessu
tímabili í frærækt tegundarinnar.
T ú n v i n g u 11 (Fes t u ca ru b ra)
Fræið allt, sem getið er um í töflu I, er
frá mjög misjafnri ræktun og þroska, og
tekið frá rniðjum ágúst fram í miðjan sept-
entber. Mestallt fræið er af íslenzkum tún-
vingli og af jæim stofnum, sem mest áherzla
hefur verið lögð á til ræktunar. Reynslan
hefur bent til þess, að oftast má fá gott fræ
al túnvingli, sé hann ræktaður í röðum,
en síður, ef vingullinn er ræktaður eins og
tún.
Mikils er um vert við frærækt af tún-
vingli að sá góðu fræi til fræræktunar og
af jieini stofnum, er við tilraunir hafa sann-
að ágæti sitt. Bezt hefur raðaræktun reynzt,
eins og erlend reynsla hefur sýnt. Fræ tún-
vingulsins jrroskast í öllu meðalárferði 15.—
20. ágúst og fram undir ágústlok, en í slæm-
um sumrum getur þroskinn dregizt fram í
byrjaðan september. Haustþroskað fræ grær
alltaf verr en fræ þroskað í ágúst.
Sá má til fræræktar í bygg, eins og gert
hefur verið á Sámsstöðum við túnrækt.
Fræmagn hefur orðið frá 200 til 550 kg á
ha á jtriðja ári frá sáningu. Raðhreinsun,
einkum á haustin, er nauðsynleg, og örvar
vöxtinn árið eftir.
Lítið hefur verið reynt að rækta túnving-
ulsfræ á sandjörð, en vafalaust er það fram-
kvæmanleg leið, og bezta fræið hef ég feng-
ið af sandjörð, bezt þroskað og með mestu
grómagni.
Upj)skera fræsins fer fram, jtegar fræið
er að losna á puntinum, og má þá nota
vinnusparandi vélar við uppskerustörfin,
eins og sláttuþreskjara.
Venjulega er ekki unnt að taka íræ af
túnvinglinum lengur en þrjú ár eftir sán-
ingu, og verður j)á að plægja upp og feygja
rótina í tvö til þrjú ár, t. d. með byggrækt,
þar til hægt er að sá aftur til fræræktar.
Líða j)ví fimm ár frá því að túnvinguls-
akri er sáð, J)ar til þarf að plægja hann til
nýrrar sáðræktar.
Áburður fyrir túnvingulsfrærækt á móa-
jarðveg hefur reynzt beztur þannig: 100—
150 kg kalíáburður, 150—200 kg þrífosfat
og 150—200 kg kalksaltpétur á ha, ef salt-
pétrinum er dreift á fræraðirnar, annars
þriðjungi meira, ef dreift er með dreifara
á fræakurinn, eins og gert er á tún.
Af þeim sýnum til grómagnstilrauna,
samtals 335 talsins, hefur rúmlega þriðj-
ungur, 36,4%, reynzt mjög lélegur að gró-