Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Page 10
8 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
ágætlega á örfoka sandlendi, ef séð er fyrir
nægum áburði.
Frærækt af sandvingli getur farið fram,
eins og lýst hefur verið hér að framan við
ræktun túnvingulsfræs. Mér hefur virzt, að
sandvingullinn sé nægjusamari varðandi
vaxtarskilyrði en túnvingull. Fræ sandving-
ulsins er líkt að gerð og túnvingulsins, en
grágrænt og hært. Þyngd og grómagn svip-
ar mjög til túnvingulsins og þroskast held-
ur fyrr.
Grómagn og fræþyngd er ekki lakari en
af túnvingli, en þessu er þó iarið eins og
annarra grastegunda, að grómagnið fer
mjög eftir því, hvenær sumarsins þroski
fræsins verður, og svo eftir því, hvað fljótt
fræið þornar. Frostnætur í ágúst virðast.
draga úr spírun fræsins, ef þær koma
snemma í ágúst, og gildir sú staðreynd
fyrir allar grastegundir.
Flarðvingull (Festuca durisculum)
Nokkrar rannsóknir hafa farið fram á
fræi þessa erlenda vinguls, sem er mjög lík-
ur túnvinglinum, en harðari viðkomu og
nteð grófgerðara heyi en túnvingull. Fræ
það, sem hér um ræðir, var ræktað í Gróðr-
arstöðinni í Reykjavík og á Sámsstöðum á
árunum 1922—1932 og var af dönskum upp-
runa. Fræið þroskaðist venjulega síðast í
ágúst. Það er heldur minna en túnvinguls-
fræ, en líkt að lögun og útliti. Aldrei fékkst
góð spírun þrátt fyrir þurrkun fræsins við
góð skilyrði.
Flarðvingullinn tekur ekki fram tún-
vinglinum að neinu leyti og er því ekki
eftirsóknarverður fyrir íslenzka túnrækt.
Flokkun rannsóknanna er hér eins og
fyrr er greint í tveimur atriðum: I. betra
fræ og II. lakara fræ.
Hávingull (Festuca pratensis)
Reyndir hafa verið margir stofnar af þess-
ari tegund til fræræktar. Bæði snemmvaxn-
ir og síðvaxnir stofnar hafa verið reyndir
til túnræktar og fræþroska. Yfirleitt reynist
betra fræ af snemmþroska hávingulsstofn-
um, en þeir gefa heldur minni grasvöxt
við túnrækt en sænskir, síðvaxnir stofnar.
Meðalsnemmvaxnir stofnar frá Svalöv og
Ötoftegárd hafa oft gefið gott fræ eftir
meðalsumar og frætekja af ha orðið 600—
700 kg hreinsað fræ af ha.
Við hreinræktun hávinguls til heyöflun-
ar hefur hann haldið sér í 4—5 ár allsráð-
andi, en úr því gengið úr sér, einkum á
mýrarjörð.
Við frærækt er bezt að raðsá 7—8 kg á
ha og hafa bil rnilli raða 50—60 cm. Áburð
þarf ríflega það, sem greint er hér að fram-
an fyrir túnvingul.
Þroskun verður oftast síðari hluta ágúst
og heldur fyrr á sandjörð, en þar hefur
fengizt lífmesta og bezta fræið.
Niðurstöður í töflu IV sýna ekki miklu
lakari árangur en fékkst við athugun á tún-
vingulsfræi, bæði í I. og II. flokki gró-
magnstilrauna. Fræþyngdin er ekki heldur
minni að jafnaði en á erlendu fræi, og gæði
fræsins geta orðið eins mikil. Það sýnir
mesta spírun þess í I. flokki.
Vallarsveifgras (Poa pratensis)
Vallarsveifgras var ræktað fyrstu ár til-
raunastöðvarinnar á Sámsstöðum, og gekk
sú frærækt ekki alltaf vel vegna þess, hve
grasið vildi oft leggjast í legu, og svo vegna
gisstæðra puntstráa. Varð uppskera frá 200
til 400 kg á ha. Þessi tegund þroskar fræ
5.—20. ágúst eftir árferði. Bezt er að rækta
fræið á sandjörð. Veruleg frætekja fæst vart
af vallarsveifgrasi fyrr en á þriðja ári frá
sáningu. Árið eftir sáningu fræsins getur
það gefið gott hey, en þörf er á að slá
það ekki síðar en eftir miðjan júlí.
Útsæðismagn til fræræktar mætti vera
um 20 kg á ha, og bezt er að sá því með
skjólsáði, svo að landið gefi af sér upp-
skeru sáðár grasfræsins. Áburður á sancl-