Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Page 38
36 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
fyrir þetta telja þeir, sem fyrir framleiðslu
blöndunnar stóðu, að efniskostnaður í
blönduna hafi ekki orðið nema 10.00 kr.
á kg af fóðrinu, en hver framleiðshikostn-
aðurinn mundi verða, er ekki upplýst.
Nokkrum vandkvæðum getur það valdið
við framleiðslu þessa fóðurs, að hætt er við,
að það þoli illa langa geymslu, og þarf af
þeim ástæðum bæði að vanda vel fram-
leiðsluna og geymsiu. I sambandi við til-
kostnað má benda á, hve næringarefna-
auðug blandan er.
Teija verður, að árangur tilraunarinnar
sé mjög góður, ekki sízt, þegar höfð eru í
huga þau áföll, sem kálfarnir urðu fyrir,
meðan tilraunin varaði. Þó sýnir þetta og
einkum mistök þau, sem urðu, þegar tii-
raunin var hálfnuð, að við slíkt kálfaeldi
verður að gæta ýtrustu nákvæmni og vand-
virkni, ef vel á að takast, og ætti því að
lánast bezt á búurn, sem hafa gert það að
sérgrein sinni, og í höndum manna, er hafa
sérhæft sig til starfsins.