Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Síða 75

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Síða 75
TILRAUNIR MEÐ MJOLKURKÝR 73 og ráfaði fram og aítur með túngirðing- unni að utan, en leit ekki við jörð. Daginn eítir, hinn 14. júní, fékk kýrin jirisvar sinnum krampaköst, svo að vitað væri, og lýstu þau sér á sama hátt og áður. Þann dag var líkamshiti kýrinnar rnældnr klukkan 19:30, og var liann þá 39.0° C. Hinn 15. júní sást kýrin fá krampaköst kl. 4:50 og kl. 11:30. Eftir fyrra kastið slef- aði hún mjög mikið, og lak blóð úr kjaft- inum á henni. Hjartsláttur kýrinnar var mældur tveimur mínútum eftir fyrra kast- ið og var þá 10 slög á 10 sekúndum, en 15 slög á 10 sekúndum 15 mínútum eltir kast- ið. Kýrin var mjög taugaóstyrk og þoldi illa skyndilegan hávaða. Snöggur hávaði virtist stundum valda krampaköstum. Þennan dag stóð kýrin inni í fjósi, en leit ekki við fóðri. Kýrin var með æðis- glampa í augunum, heit á eyrunum og úfin í hárafari. Saurinn var þurr og harður þennan dag, en þvaglát eðlilegt. Um nótt- ina var kýrin mjög óróleg, en fékk ekki krampa, svo að vitað væri. Hinn 16. júní var kýrin látin út fyrir tún, og fór hún þá í haug af vothevsrekj- um, sem fleygt hafði verið í útigangshross um veturinn, og át hún úr haugnum að því er virtist með beztu lyst. Var þetta hið fyrsta, sem kýrin át í þrjá sólarhringa. Hinn 17. júní var kýrin hressari að sjá, en mjög eirðarlaus og rásaði fram og aftur með túngirðingunni að utan. Daginn eftir var hún enn eirðarlaus, og næsta dag, 19. júní, var komið að henni, þar sem hún hafði skriðið undir vörubíl og fest sig. Við þetta fleiðraðist hún mikið á hryggnum. Næstu daga smábráði af kúnni, og 22. júní var hún farin að híta eðlilega. Hún át fóðursalt af græðgi þann dag. Kýrin lækkaði í nyt úr 11.4 kg hinn 9. júní í 3.8 kg 16. júní. Hinn 23. júní var hún í 5.8 kg nyt og 30. júní í 9.0 kg nyt. Eftir það var ekki unnt að sjá annað en hún gæfi þá nyt, sem við hefði mátt búast, ef hún hefði ekki veikzt. Hinn 24. júní, seinni hluta dags, fannst ein kýrin í flokki B I (Ósk) í úthaganum, þar sem hún lá á hliðinni, máttlaus og ósjálfbjarga. Var hún mjög köld um allan skrokkinn og uppþembd. Teygði hún frá sér fæturna, og fóru einstaka krampakipp- ir um hana. Kýrin var látin ropa, þar sem lnin fannst, með því að toga út úr henni tunguna og ýta á kviðarholið um leið. Dró þá þegar mikið úr þembunni. Kýrin var flutt heim á vagni og komið þannig fyrir í ljósi, að hún gæti ekki oltið á hliðina. Um miðnættið var hún aftur orðin mjög uppþembd og var þá enn látin ropa. Um nóttina dró mjög af henni, og drapst hún snemma um morguninn liinn 25. júní. — Ekkert bar á krampa hjá kúnni, eftir að lnin kom heim í fjós. Við krufningu kom í ljós, að mikið af gori hafði farið í lung- un á henni. Morguninn 25. júní, þegar verið var að binda kýrnar fyrir morgunmjaltir, var eiti kýrin í flokki AI (Blíða) óstyrk. Hún lagð- ist, þegar búið var að mjólka hana, og gat ekki risið á fætur, þegar átti að reka kýrn- ar út. Var hún þá máttlaus í afturfótunum. Nokkru seinna um morguninn stóð hún þó upp og gat skjögrað aftur af básnum, en datt niður í flórinn og gat ekki risið upp aftur. Var hún skorðuð þar þannig, að hún gat ekki lagzt á hliðina. Engin sérstök sjúkdómseinkenni sáust á henni þá um morguninn önnur en máttleysi í fótunum. Máttleysið ágerðist, er á daginn leið, og bar þá meira á vanlíðan, og andardráttur þyngdist. Kýrin var þó með fullri rænu og fylgdist vel með öllu, sem gerðist í kring- um hana. Morguninn eftir, 26. júní, var kýrin orð- in mjög máttfarin og vildi leggjast á hlið- ina. Teygði hún frá sér fæturna og haus- inn. Ekki bar neitt á krampa. Hún gat þó enn lyft höfði og horft í kringum sig. Seinna um daginn leið henni mjög illa. Var hún þá köld unt eyrun, farin að þemb- ast upp og andardráttur orðinn þungur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.