Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Page 79
TILRAUNIR MEÐ MJOLKURKÝR 77
IV. KAFLI
Beitartilraunir sumarið 1961
RANNSÓKNAREFNI
OG AÐFERÐIR
Tilraunaverkefni og
skipting kúnna í flokka
Sumarið 1961 voru gerðar tvær beitartil-
raunir í Laugardælum.
Forskeið tilraunar nr. I hófst 11. maí. í
þeirri tilraun voru 24 kýr, og liafði þeim
verið skipt í fjóra jafna flokka, A, B, C, D,
daginn áður eftir sörnu reglum og árin
áður, sjá bls. 39.
Á forskeiðinu bjuggu allir flokkar við
sömu meðferð. Kýrnar voru inni til 25.
maí, en þann dag var þeim fyrst beitt. Var
þeim beitt á úthaga, hinn sama og beitt
var á í tilrauninni sumarið áður og lýst
er á bls. 59. Þegar beit hófst, var úthaginn
illa sprottinn, og var kúnum gefin taða
með beitinni, eins og þær vildu éta, og
kjarnfóður eftir nyt, eftir sömu reglum og
á innstöðunni, eins og tafla 20 sýnir.
Hinn 6. júní var síðast gefið hey með
beitinni, og daginn eftir hófst tilraunameð-
ferðin. Var þá kúnum í A-flokki ekkert
gefið með beitinni úr því, kúnum í B-
flokki gefið Stewartssalt, kúnum í C-flokki
G-salt og kúnum í D-flokki G-salt og kjarn-
fóður með beitinni. Var kjarnfóður gefið
eftir nyt eftir söntu reglum og í tilraun
nr. 1 sumarið 1960, sjá töflu 12. Kjarn-
fóðrið, sem gefið var, var hið sama bæði
á forskeiði og tilraunaskeiði. Var það kúa-
fóðurblanda SÍS, og fór 1.00 kg í 1 F.E.,
og í hverri F.E. voru 187 grömm af meltan-
legri hreineggjahvítu.
Saltgjöf var hagað þannig, að á mjöltum
var sett fyrir hverja kú fata með þeirri
steinefnablöndu, sem kýrin átti að fá, og
var ákveðin fata fyrir hverja kú. Gat kýrin
étið úr fötunni eftir vild, meðan á mjölt-
um stóð. Voru saltföturnar vegnar með 2—
4 daga millibili og þannig fundið, hve
mikið magn af salti hver kýr át á hverjum
tíma tilraunaskeiðsins.
í tilraun nr. 2 voru 18 kýr, sem skipt
var í þrjá jafna ílokka, A, B og C, í byrjun
tilraunar, 3. september.
Kýrnar í flokkunum A og B gengu sam-
an á túni (Framtúni) austan heimreiðar að
Laugardælum, sjá mynd 1, og var kúnum
í B-flokki gefið kjarnfóður með beitinni
eftir nythæð eftir sömu reglum og í tilraun
nr. 1, sjá töflu 12, en kúnum í A-flokki
ekkert gefið með beitinni.
Kjarnfóðrið í tilraun nr. 2 var afgangur
af kúafóðurblöndunni, sem notuð var í til-
raun nr. 1.
Túnið var hólfað sundur með rafmagns-
girðingu, og var fyrsta hólfið, sem kýrnar
fengu, ætlað þeirn til dagsins, og var girð-
ingin síðan færð undan kúnum daglega inn
á óbitna hluta túnsins. Alls l'engu kýrnar
til umráða 5.67 ha túns til beitar.
Kýrnar í C-flokki gengu á 2.4 ha tún-
spildu vestan heimreiðar að Laugardælum
(Moshólstúni) og höfðu frjálsan aðgang að
fóðurkáli á akri. Var fyrst hólfuð af spilda
af akrinum, sem talin var nægja kúnum í
viku, og var girðingin síðan færð undan
kúnum eftir þörfum og miðað við, að nýja
spildan nægði þeim næstu viku. Túnið,
sem C-flokks kýrnar gengu á, var hólfað í
tvennt í byrjun tilraunar, og gengu þær á
öðrum helmingnum fyrri helming tilrauna-
skeiðsins, en síðari hluta skeiðsins á allri
spildunni.
Báðar túnspildurnar, sem beitt var á,
voru úr gamalræktuðu túni, og voru ríkj-
andi grastegundir háliðagras, vallarsveif-