Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 20
18 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSOKNIR
TAFLA XI - TABLE XI
Niðurstöður rannsókna á fjallafoxgrasfræi
Seed tests of Phleum commutatum
I. flokkur I. quality
Ár Year Tala sýna Total samples Gróhraði Germina- tion rate % Grómagn Tolal ger- mination % Þyngd 1000 fræja Weight per 1000 seed g
1929 .... 1 97,0 99,0 0,550
1932 .... 1 100,0 100,0 0,570
1933 .... 1 95,0 98,0 1,430
1937 .... 1 100,0 100,0 0,640
Alls Total 4
Meðaltal Average 99,2 99,2 0,548
Hvort hægt verður að víxla fjallafoxgras-
fræi með vallarfoxgrasi, er mér ekki ljóst,
en ef það væri unnt, þá rnætti fá grasteg-
und fram, sem þroskaði fræ nokkru fyrr og
væri eflaust jrolnara en vallarfoxgrasið. En
þetta er verkefni þeirra, sem vinna að jurta-
kynbótum.
Til þess að sýna, að þessi tegund getur
gróið vel, er árangur grómagnstilrauna frá
fjórum árum færður í töflu XI.
Rýgresi (Lolium perenne)
Enskt rýgresi hefur lítið verið ræktað hér
á landi, og er það vegna þess, að það lifir
varla lengur en tvö ár, og er svo að mestu
eða öllu horfið.
Þetta gras er mikið ræktað erlendis í sáð-
skiptatúnum og þá í blöndu með rauð-
smára. Það gefur lystugt og næringarríkt
hey og getnr árið eftir sáningu gefið mikið
hey. Á þriðja ári frá sáningu getur það
einnig gefið mikið hey, ef það deyr ekki
út vegna óblíðrar veðráttu.
Þessi tegund setur ekki ax fyrr en í byrj-
aðan júlí og er því seinjtroska og Jtroskast
venjulega ekki fyrr en síðast í ágúst. Fræ-
þyngd og grómagn hefur verið afar mis-
jafnt. í meðalsumrum nær það allgóðum
þroska, og fræþyngd er rúmlega eins mikil
og á erlendu fræi. Tilraunir benda til Jress,
að það nái betri spírun og þroska á sand-
jörð en leirmóajörð. Fræin eru títulaus, um
6 mm löng og grágul að lit, líkist fræi af
hávingli og Jrekkist á því, að naflinn ligg-
ur fast upp að rýgresisfræinu en ekki á há-
vingli. Fræuppskera hefur mest orðið 760
kg á ha í góðum og hlýjum sumrum, og
þá allgott fræ, er vegur 2,2 g hvert þúsund
og grær mjög vel, mest 96%.
Hálmur af ensku rýgresi, ef hann er þurr
og vel verkaður, ézt vel af öllum skepnum,
eins og heytegundirnar fyrr á sumri. Út-
sæðismagn við raðaræktun reynist bezt 10—
12 kg á ha. Við dreifsáningu þarf tvöfalt
meira fræ. Áburður þarf að vera eins og
fyrir aðra frærækt.