Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 105
FRYSTING TÚNGRASA 103
LÝSING ATHUGUNAR
Hér verður greint frá tilraun, sem gerð
var til mælingar á frostþoli misgamalla
túna. Aðstaða til slíkra athugana hér á
landi er erfið, en nauðsynlegt er að hafa
upplýstan kæliklefa til að herða jurtirnar
í, og einnig þarf frystiklefa, sem getur fryst
allt að -f- 25° C. Hvorugt var fyrir hendi.
Á Klambrasefi í Aðaldaf í S.-Þingeyjar-
sýslu voru tún, sem sáð hafði verið til árin
1964, 1965 og 1966, eða eins, tveggja og
þriggja ára nýræktir með vallarfoxgrasi að
ríkjandi gróðri. Túnin lágu öll á ræktuð-
um lyngmóum, hvert við hlið annars, og
virtist jarðvegur alls staðar hinn sarni. Kal-
skemmdir voru engar í eins árs túninu,
fremur litlar í tveggja ára túninu, en mjög
miklar eða um 90% í því elzta. í júlí 1967
voru af öllum túnunum teknar 15 cm þykk-
ar þökur af ókölnum sverði. Þökurnar voru
settar í heilu lagi í kassa (150x59 cm) og
fluttar þannig á tilraunastöðina að Korpn.
Tekin voru fjögur svarðarsýni úr hverjum
árgangi túna.
Allir kassarnir voru látnir standa utan-
húss um haustið að Korpu, svo að túngrös-
in gætu harðnað í haustveðráttunni og bú-
ið sig undir vetrardvala. Var þá gerð á
þeim gróðurfarsatlnigun. Frá 12. desember
og til 3. janúar nutu kassarnir síðan mis-
jafnrar meðhöndlunar. Þá hafði verið
hláka um skeið, svo að kassarnir voru mjög
blautir. Voru þá allir kassarnir, nema einn
af hverjum árgangi, settir í frystiklefa og
frystir við 20° C. Frystitímabilið var 22
dagar. Þeir kassar, sem ekki voru settir í
frystiklefann, stóðu til samanburðar úti all-
an veturinn (kassar nr. 1). Af hinum þrem-
ur frystu kössum hvers árgangs var einn
frystur í 22 daga samfleytt (kassar nr. 2),
annar frystur í 6 daga, síðan þíddur við
-þ 15° C í 5 daga og frystur aftur í 11
daga (kassar nr. 3) og sá þriðj i frystur í
11 daga, þíddur í 5 daga og síðan frystur
í 6 daga (kassar nr. 4). Meðhöndlun kass-
anna þennan tíma má sjá af töflu 1.
Að lokinni frystingu stóðu svo kassarnir
í gróðurhúsi fram á vor.
NIÐURSTÖÐUR
Er gras tók að vaxa í kössunum eftir
frystinguna, voru sýnilegar kalskemmdir
metnar. Kal í samanburðarkössunum, er
stóðu utanhúss, var hins vegar ekki metið
fyrr en um sumarið, þar sem vöxtur hófst
TAFLA 1 - TARLE 1
Meðferð hinna fjögurra sýna hvers túnárgangs (í dögum)
Treatments in days of fonr samples from different age groups of fields
Kassi nr. Box no.