Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Page 23
RÆKTUN OG RANNSÓKNIR Á GRASFRÆI 21
grómagn og fræþyngd 0,5—1,1 g pr. 1000
fræ af þessari tegund vegna skorts á hita,
enda er tegundin ekki eftirsóknarverð fvrir
íslenzka túnrækt.
Língras (Agrotis)
Língrösin, skriðlíngresi, hálíngresi og
hundalíngresi, eru með útbreiddustu gras-
tegundum hér á landi og hafa mikið bú-
notagildi, bæði í ræktuðu og óræktuðu
landi. Erlendis er ekki beinlínis ræktað fræ
af língrösum, en fræ þeirra næst sem auka-
fræ við ræktun vallarfoxgrass, túnvinguls,
vallarsveifgrass og fleiri ræktaðra grasteg-
unda og næst við nákvæma fræhreinsun
þessara tegunda, en língrösin þroska fræ
sitt í skjóli annarra tegunda.
Lfér hefur dálítið verið athugað með
þroskun á hálíngresi, en eigi hefur fengizt
vel þroskað eða spírunarhæft fræ. Sjö rann-
sóknir hafa verið gerðar á hálíngresi á sex
árum og grómagnið orðið að meðaltali
13%, en mest 42%, fræþyngdin tæplega
0,100 g. Fimm rannsóknir voru gerðar á
língresisfræi, sem vex á Rangársöndum og
Stóru-Völlum á Landi, og varð grómagn
að meðaltali 71,6%. Þetta língresi er, eftir
því sem ég hef komizt næst, Agrostis can-
ina fr. Pallida og vex í toppum talsvert
dreift á örfokasandsvæðum. Frærækt er að
mínu áliti lítt framkvæmanleg.
Smárategundir (Trifolium)
Rauðsmári frá Gróðrarstöðinni á Akur-
eyri var rannsakaður árið 1925, og virtist
fræið vera vel þroskað. Grómagnið var
64,4% og fræþyngd 1,68 g þúsundið. Flvít-
smári íslenzkur hefur einnig verið reynd-
ur, og varð árangur þannig, að tvö sýni
frá Kárastöðum í Rípurhreppi, Skagafirði,
greru með 65,5%, en fræþyngdin varð 1.22
g. Hvítsmári íslenzkur frá bökkum Lagar-
fljóts og einnig úr gamalli sáðsléttu, alls
þrjú sýni, greru með 16,9% og fræþyngd
um 0,53 g pr. 1000 fræ eða helmingi minna
fræ en úr Skagafirði. Fræið, sem hér ræðir
um, var tekið 1936 og rannsakað í janúar
1937.
Fræ af umfeðmingsgrasi (Vica crakka)
frá Gunnarsholti greri aðeins með 28%,
en fræþyngdin 5,8 g pr. 1000, árið 1937.
Birkifræ var rannsakað 1946, og greri það
með 93,7% og fræþyngd 0,734 g.
ÁLYKTUNARORÐ
Hér hefur verið dreginn saman árangur af
grómagns- og fræþyngdarmælingum á ís-
lenzkræktuðu grasfræi, bæði af innlendum
og erlendum ujspruna. Mér er vel ljóst, að
fræ það, sem rannsóknir þessar ná til, er
af misjöfnum gæðum. Kemur hér til mis-
jöfn ræktun og árferði. Þess vegna er varla
að vænta þess, að fræið sýni alltaf jafn-
góðan árangur.
Við úrvinnslu grómagnstilrauna þeirra,
sem töflurnar ná yfir, er fylgt þeirri reglu
við skiptingu rannsóknanna, að í I. flokk
er allt fræ tekið, sem hefur lægst 20% gró-
hraða, og svo greint frá grómagni alls hvert
ár og fræþyngdar getið, ef hún heíur verið
ákveðin, og síðast mesta grómagn hvers árs
og svo meðaltal allra ára. Mesta grómagn
á að sýna, hve mikið hlutaðeigandi tegund
hefur gróið mest á hverju ári, svo og
meðaltal mesta grómagnsins. Ætti þetta að
varjra nokkru ljósi yfir það, hvað getur
orðið, ef l'ræræktin heppnast vel, en láta
mun nærri, að á þeim tíma, sem frærann-
sóknirnar ná til, hafi 79% af árunum gelið
gott fræ og fyllilega sambærilegt við sam-
tegunda fræ frá Norðurlöndum. Bendir
það til, að á fjórum af hverjum fimm ár-
um megi vænta góðs árangurs, t. d. af tún-
vingulsfrærækt.
í II. ílokki eru öll þau sýnishorn fræs,
sem hafa gróhraða neðan við 20%, og er
einungis greint frá mesta grómagni. Er
þetta gert til þess að sýna, að lakara fræið