Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 40
ÍSL. LANDBÚN.
J. AGR RES. ICEL.
1969 1,2: '18—86
Beitartilraunir með mjólkurkýr í Laugardælum 1958—1961
Kristinn Jónsson og Stefán Aðalsteinsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Yfirlit. Árin 1958—1961 voru gerðar átta beitartilraunir með mjólkurkýr í Laugar-
dælum.
í fimm tilraunanna voru rannsökuð áhrif kjarnfóðurgjafar með túnbeit á nythæð og
þrif kúnna. I þremur tilraunum voru rannsökuð áhrif þess að láta kýrnar ganga með
yfirbreiðslur, í tveimur tilraunum var heygjöf með beit borin saman við fóðurkálsgjöf
með beit. í einni tilraun var úthagabeit borin saman við túnbeit, og í einni tilraun var
borin saman fóðurkálsbeit og túnbeit. I einni tilraun voru bornar saman mismunandi
steinefnablöndur og kjarnfóðurgjöf með úthagabeit.
Víðtækar efnagreiningar voru gerðar á tún- og úthagagróðri.
Kjarnfóðurgjöf með túnbeit gaf hvergi raunhæfa aukningu á nythæð né þunga
kúnna. Kjarnfóðurgjöf með úthagabeit gaf hins vegar raunhæfa aukningu á nythæð í
einni tilraun.
Árangur af því að nota yfirbreiðslur varð ýmist enginn eða neikvæður. Yfirbreiddu
kýrnar gáfu raunhæft lægri nyt en óyfirbreiddu kýrnar í einni tilraun af þremur. Yfir-
breiðslur höfðu ekki áhrif á þunga kúnna.
Fóðurkálsgjöf með beit gaf betri raun en heygjöf með beit, og var munurinn raun-
hæfur annað árið af tveimur. Fyrra árið nam munurinn á meðaldagsnyt 0.82 kg og
1.20 kg seinna árið, fóðurkálinu í vil. Mismuninn má rekja til meira fóðurmagns á kú
í fóðurkálsflokknum.
Uthagabeit gaf raunhæft lægri dagsnyt en túnbeit í einni tilraun. Kjarnfóðurgjöf virt-
ist koma að betri notum með úthagabeit en túnbeit.
Fóðurkálsbeit með túnbeit gaf raunhæft hærri dagsnyt og meiri þyngdaraukningu en
túnbeit ein sér eða túnbeit og kjarnfóðurgjöf.
Heilsufar kúnna í þeim beitartilraunum, sem hér er lýst, var slæmt. Ekki var unnt
að benda með öryggi á samband milli heilsufars og steinefnagjafar.
Hráeggjahvíta í túngróðri reyndist mjög há og kalsíumagn og fosfórmagn allhátt
framan af sumri. Kalsíumagnið fór hækkandi, er leið á sumar, en fosfórmagnið lækk-
andi, og kalsíum-fosfórhlutfallið hækkaði verulega síðsumars. Nítrat-köfnunarefni var
sjaldan svo hátt í túngróðri, að ástæða væri til að óttast nítrateitrun.
Hráeggjahvíta í úthagagróðri var mun lægri en í túngróðri og fór yfirleitt lækkandi,
er leið á sumar, kalsíumagn hækkandi og fosfórmagn lækkandi. Fosfórmagnið í úthaga-
gróðrinum reyndist mjög lágt, oftast neðan við 0.2% af þurrefni.
INNGANGUR
Tilraunir með beit mjólkurkúa á ræktað
land hófust í Laugardælum sumarið 1954.
Var skýrt frá niðurstöðum úr beitartilraun-
um áranna 1954, 1955, 1956 og 1957 í
skýrslu, sem út kom árið 1961 (Kristinn
Jónsson og Stefán Aðalsteinsson, 1961).
Tilraunir þær, sem lýst verður í þessari
skýrslu, voru gerðar sumurin 1958, 1959,
1960 og 1961."
Tilraunirnar voru skipulagðar í samráði
við Tilraunaráð búfjárræktar, en auk þess
unnu eftirtaldir aðilar að skipulagning-
unni: Kristinn Jónsson, Hjalti Gestsson og
Jóhannes Eiríksson, héraðsráðunautar, Da-