Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Page 5
ÍSL. I.ANDBÚN.
J. AGR. RES. ICEL.
1969 1,2: 3-23
Ræktun og rannsóknir á íslenzku grasfræi
Klemenz Kr. Kristjánsson,
fyrrverandi tilraunastjóri á Sámsstöðum
Yfirlit. Athugun á fræræktun, svo og gæðum grasfræs, hefur verið gerð allt frá árunum
1920 við Gróðrarstöðina í Reykjavík og síðar við tilraunastöðina á Sámsstöðum.
Gerðar hafa verið fræræktunartilraunir með 15 grastegundir og gæðamat framkvæmt
á 1005 fræsýnum. Eru niðurstöður af athugunum á gróhraða, grómagni og þunga 1000
fræja gefnar í töflum, og er þar einnig getið tveggja gæðaflokka fræs. Af öllum fræ-
sýnum féllu 61% í fyrsta gæðaflokk, en 39% í annan flokk. Á 38 árum voru á Sámsstöð-
um alls framleiddar 25-26 smálestir grasfræs.
INNGANGUR
Við ræktun íslenzkra túna er sáning gras-
fræs auðveldasta leiðin til þess að þekja
flögin þéttum sverði. Til þeirrar sáningar
er hentugast að nota fræ harðgerðra gras-
tegunda og þá einkum íslenzkra fóðurgrasa.
Víða erlendis er grasfræræktun auðveld og
arðsöm.
Hér á landi hefur framleiðsla grasfræs
verið á dagskrá ræktunarmanna, samkvæmt
þeirri skoðun að gott heimaræktað fræ hent-
aði bezt íslenzkum túnræktarskilyrðum.
Eftir 1920 var farið að huga að því, hvort
gerlegt væri að framleiða grasfræ hér á
landi. Árin 1921 og 1922 var safnað gras-
fræi af túnvingli, vallarsveifgrasi og snar-
rótarpunti víðs vegar um land. Fræ þetta
var rannsakað á dönsku frærannsóknar-
stofnuninni í Kaupmannahöfn (Statsfrö-
kontrollen). Fræ þetta spíraði vel og reynd-
ist heldur þyngra (þ. e. stærra) en fræ sömu
tegundar, ræktað í Danmörku og Noregi.
Þetta fræ var einnig vistað til ræktunar á
tilraunastöð danskra búnaðarfélaga, Ötofte-
gárd, og þar gert úrval, er síðar var sent
til Gróðrarstöðvarinnar í Reykjavík. Þetta
fræ af fyrrgreindum tegundum var svo bæði
ræktað í Gróðrarstöðinni og síðar á Sáms-
stöðum, og reyndist ekki taka fram því,
sem greinarhöfundur safnaði hér á landi
1923 og 1924 í Reykjavík og víðar.
Veturinn 1924 var hafizt handa um rann-
sóknir á íslenzkræktuðu grasfræi með til-
stuðlan Gísla Guðmundssonar gerlafræð-
ings, er studdi greinarhöfund með ókeypis
láni á húsnæði og nýjum tækjum, sem voru
af sömu gerð og notuð eru á erlendum
frærannsóknarstöðvum. Þessar rannsóknir
voru gerðar árin 1924, 1925 og 1926 í
Reykjavík á vegum Gísla og höfundar, en
árið 1927 tók Búnaðarfélag íslands rann-
sóknirnar að sér og keypti tækin af Gísla.
Um þessar rannsóknir var gerð skýrsla
(Klemenz Kr. Kristjánsson 1926). Árangur
þessara rannsókna hneig mjög í sömu átt
og þeirra rannsókna, sem gerðar voru á ís-
lenzku grasfræi 1922 í Kaupmannahöfn.
Um frærækt íslenzkra grastegunda var
talsvert hugsað og á vegum Búnaðarfélags
íslands stofnað til tilrauna á framleiðslu
fræs í smáum stíl í gróðrarstöð félagsins í
Reykjavík. Síðar — eða 1927 — var sett á
stofn tilraunastöð á Sámsstöðum í Fljóts-
hlíð, er átti að hafa að aðalverkefni að
rannsaka framleiðslu af íslenzku grasfræi.