Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 56
54 ÍSLENZKAR LANDBIJNAÐARRANNSÓKNIR
Mynd 5. Nythæð kúnna eftir tilraunaflokkum sumarið 1959.
Fig. 5. Yield of cows by experimental groups in summer 1959. — Dagsnyt = av. daily yield.
Tilraun nr. = experiment No.
skera en fékkst íyrir sama áburðarmagn
1968.
Hráeggjahvítan varð 16.43% í fyrsta
slætti, 20.66% í öðrum slætti og 22.92%
í þriðja slætti.
Fosfórmagnið í uppskerunni varð 0.29%
í fyrsta slætti, 0.40% í öðrum slætti og
0.38% í þriðja slætti.
Heilsufar kúnna
Ekkert var athugavert við heilsufar kúnna
í tilraununum sumarið 1959.
Áhrif meðferðar á nythæð
og þunga kúnna á fœti
Tafla 9 sýnir meðaldagsnyt kúnna í til-
raununum sumarið 1959. Eins og taflan
sýnir, urðu kýrnar, sem gengu á úthaga á
daginn og túni á nóttunni, 0.74 kg lægri
í meðaldagsnyt en kýrnar, sem voru á túni
allan sólarhringinn. Þessi mismunur er
ekki raunhæfur. Kýrnar, sem ekki fengu
kjarnfóður með beitinni, mjólkuðu að
meðaltali 0.10 kg meira á dag en kýrnar,
sem fengu kjarnfóður. Þessi munur er fjarri
því að vera raunhæfur.
í tilraun nr. 2 kemur í Ijós, að kýrnar,
sem fengu fóðurkál með beitinni, mjólk-
uðu 1.20 kg meira á dag en kýrnar, sem
fengu hey með beitinni. Er hér um raun-
hæfan mun að ræða, fóðurkálinu í vil.
Yfirbreiðslurnar höfðu ekki raunhæf
áhrif á nythæð kúnna í þessari tilraun.
Óyíirbreiddu kýrnar mjólkuðu 0.20 kg
meira á dag en yfirbreiddu kýrnar.
Mynd 5 sýnir meðalnyt flokkanna í til-
raunum nr. 1 og 2 eftir mælingadögum.
Tafla 10 sýnir þunga kúnna á fæti í
byrjun og lok tilraunanna. I tilraun nr. 1
þyngdust kýrnar, sem gengu á túni allan
sólarhringinn, um 12 kg, en þær, sem voru