Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Qupperneq 78
76 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
TAFLA 19 - TABLE 19
Þungi kúnna á fæti í tilraun sumarið 1960, kg
Live-weight of cows in experiment in summer 1960, kg
Aðalflokkur Main group í byrjun tilraunar At beg. of exp. í lok tilraunar At end. of exp. Aukning Increase Mism. Diff. I—II
Undirflokkur Subgroup I II Meðal- tal Mean Undirflokkur Subgroup I 11 Meðal- tal M ean Undirflokkur Subgroup I II Meðal- tal Mean
A 402 419 410 393 444 418 -9 25 8 -34
B 368 384 376 374 406 390 6 22 14 - 16
Meðaltal Mean . . 385 402 393 384 425 404 - 1 24 11 -25
Mism. A—B Diff. . 34 35 34 19 38 28 - 15 3 -6
Á töflunni sést, að munurinn á túnbeit
og úthagabeit hefur orðið 2.87 kg hjá þeim
kúm, sem ekki fengu kjarnfóður með beit-
inni, en aðeins 0.63 kg, þegar kúnum var
geí’ið kjarnfóður með beitinni. Kýrnar, sem
fengu kjarnfóður með túnbeitinni, mjólk-
uðu aðeins 0.31 kg meira á dag en kjarn-
fóðurlausar kýr á túni, en kýr á úthaga,
sem fengu kjarnfóður með beitinni, mjólk-
uðu 2.55 kg meira á dag en úthagakýr, sem
ekki fengu kjarnfóður. Þessi mismunur á
áhrifum kjarnfóðursins er jró ekki raun-
hæfur, svo að ekki er unnt að slá því föstu
út frá þessari tilraun, að kjarnfóðrið hati
meiri áhrif með úthagabeit en túnbeit.
Eins og tafla 18 sýnir, voru úthagakýrn-
ar, sem fengu ekki kjarnfóður, í lægstri nyt
af öllum hópnum. Þegar meðalnyt þessa
hóps (BI) er borin saman við meðaltal
hinna hópanna þriggja, kemur í ljós, að
þessar kýr eru í raunhæft lægri dagsnyt en
aðrar kýr í tilrauninni.
Mynd 16 sýnir, að dagsnyt kúnna í flokki
B I lækkar mjög mikið fyrstu tvær vikur
tilraunaskeiðsins, en úr því breytist meðal-
nyt allra flokka svipað, og flokkur B I er
alltaf lægri í nyt en hinir flokkarnir.
Athyglisvert er, hve ve! kýrnar í flokki
B II halda á sér nyt í úthaga með kjarn-
fóðurgjöf.
Tafla 19 sýnir meðalþunga kúnna á fæti
í hverjum flokki um sig í byrjun og lok
tilraunar, og rnynd 16 sýnir meðalþunga
þeirra á viku fresti allt tilraunaskeiðið.
Kýrnar voru léttastar í flokki B I í byrj-
un tilraunar, 368 kg að meðaltali, 384 kg
í flokki B II, 402 kg í ílokki A I og 419 kg
í flokki A II.
Kýrnar í flokki AI léttust um 9 kg að
meðaltali á tilraunaskeiðinu, í flokki AII
þyngdust þær um 25 kg, í flokki B I þyngd-
ust þær um 6 kg og í flokki B II þyngdust
þær um 22 kg að meðaltali.
Kýrnar á túni þyngdust um 8 kg yfir
tilraunaskeiðið, en úthagakýrnar um 14 kg
eða 6 kg meira. Kýrnar, senr fengu ekki
kjarnfóður, léttust um 1 kg, en kjarnfóður-
kýrnar þyngdust um 24 kg eða 25 kg
meira.
Á mynd 16 sést, að kýrnar í flokki A I
léttast mun meira en kýrnar í hinum flokk-
unum á tímabilinu 9. júní til 23. júní, en
einnritt eftir lok þessa tímabils veiktust og
drápust tvær kúnna í þessum flokki.