Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Qupperneq 67
TILRAUNIR MEÐ MJÓLKURKÝR 65
af hulunni, hálfgrös og sef 6%, runnar
engir og aðrar pliintur 9%.
Spretta í úthaga
og beitarhœttir kúnna
Hinn 27. maí var vallarsveifgrasið, tún-
vingullinn og snarrótin allvel sprottið á
valllendinu og í valllendisbollum mólend-
isins. Á jaðrinum bar talsvert á einstökum
blómjurtum. Til dæmis voru maríustakkur
og mjaðjurt allsprottin. í kvistmýrinni var
engjarósin nokkuð sprottin og víðir og lyng
að springa út, en lítið bar á öðrum gróðri.
Hinn 6. júlí var úthaginn vel sprottinn,
og hálfgrösin orðin vel sprottin í kvistmýr-
inni.
Fyrstu daga tilraunarinnar héldu úthaga-
kýrnar sig á mólendinu næst bæ og bitu
mest í bollum mólendisins og í valllendis-
geirunum. Þá bitu þær einnig þúfnakolla
mólendisins nokkuð.
í júnímánuði héldu kýrnar sig einnig
mestmegnis á þessum gróðursvæðum, en
fóru að bíta jaðarinn, þegar leið á mánuð-
inn.
Hinn 6. júlí héldu kýrnar sig á mólend-
inu, í valllendisgeirunum og á jaðrinum.
Á þessu landi héldu kýrnar sig síðan að
mestu, Jrað sem eftir var tilraunaskeiðsins.
Þó bitu þær kvistmýrina nokkuð, þegar leið
á sumarið, en voru mjög lítið í mýrinni.
Hinn 6. júlí, síðari hluta dags, gerði dr.
Sturla Friðriksson athugun á þvi, hvaða
grastegundir fjórar tilraunakúnna bitu
einkum, meðan Jrær voru á mólendinu, og
reyndust þær vera eftirfarandi:
Kýr I. Túnsúra, snarrót, túnvingull, ax-
hæra, krossmaðra.
Kýr 2. Snarrót, krossmaðra, túnvingull. —
Þessi kýr rakaði þúfnakollana jafnt
sem lautirnar á milli Jreirra.
Kýr 3. Snarrót, elfting, axhæra, einkum
ofan af þúfnakollum.
Kýr 4. Snarrót og maríustakkur í snjódæld.
Efnasamsetning beitargrassins
Ræktaða beitilandið
Mynd 7 sýnir magn hráeggjahvítu, nítrat-
köfnunarefnis (N03-N), kalsíums og fosfórs
í hundraðshlutum þurrefnis í grasinu á
ræktaða beitilandinu. Jafnframt sýnir
myndin, livenær livert sýni er tekið og af
hvaða hólfi eða hólfum hvert sýni er. Sýn-
unum er raðað niður á myndina eftir tíma-
röð. Þá sýnir myndin, hvenær sýnið er af
hólfum, sem eingöngu hafa verið beitt, og
hvenær af há af hólfum, sem slegin hafa
verið. Enn fremur er sýnt á myndinni, hve-
nær áburði var fyrst dreift á beitilandið,
hvenær borið var á hvert hólf um sig í
annað sinn og hvenær hvert hólf var
slegið.
Á mynd 7 sést, að hráeggjahvítan er hæst
á hólfi A4 við fyrstu sýnistöku, 22. maí,
28.9%, en fer síðan lækkandi og kemst nið-
ur í 17.5% á hólfunum A5—9 hinn 15.
júní. Frá Jreim degi hækkar hráeggjahvít-
an nokkuð aftur og kemst hæst í 27.0% á
hólfunum Al—3 hinn 21. júlí. Ur Jní fer
luin lækkandi aftur og verður lægst 16.1%
á hólfunum Al—3 28. ágúst. Hráeggjahvít-
an er há allt tilraunaskeiðið.
Nítratköfnunarefnið fylgir hráeggja-
hvítumagninu að verulegu leyti. Það er
0.165% 22. maí á hólfinu A4, en lækkar
síðan. Hinn 9. júlí er það aftur orðið hátt
á hólfinu A4, 0.175%, enda hafði verið
borið á það hólf köfnunarefni 24. júní.
Hæst kemst nítratmagnið 8. ágúst á hólf-
unum Bl—3, 0.269%, og á sömu hólfum
er það einnig hátt við síðustu sýnistöku
28. ágúst, 0.251%. Mestallt tímabilið er
nítratköfnunarefnið þó frernur lágt eða
neðan við 0.15% og mikinn hluta tilrauna-
skeiðsins neðan við 0.10%. Sé miðað við,
að heilsu búfjárins sé hætt, þegar nítrat-
köfnunarefnið er orðið hærra en 0.20%,
sést, að lítil hætta er á, að um nítrateitrun
hafi verið að ræða af beitargrasinu í Laug-
ardælum sumarið 1960. Er nánar rætt um