Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Page 67

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Page 67
TILRAUNIR MEÐ MJÓLKURKÝR 65 af hulunni, hálfgrös og sef 6%, runnar engir og aðrar pliintur 9%. Spretta í úthaga og beitarhœttir kúnna Hinn 27. maí var vallarsveifgrasið, tún- vingullinn og snarrótin allvel sprottið á valllendinu og í valllendisbollum mólend- isins. Á jaðrinum bar talsvert á einstökum blómjurtum. Til dæmis voru maríustakkur og mjaðjurt allsprottin. í kvistmýrinni var engjarósin nokkuð sprottin og víðir og lyng að springa út, en lítið bar á öðrum gróðri. Hinn 6. júlí var úthaginn vel sprottinn, og hálfgrösin orðin vel sprottin í kvistmýr- inni. Fyrstu daga tilraunarinnar héldu úthaga- kýrnar sig á mólendinu næst bæ og bitu mest í bollum mólendisins og í valllendis- geirunum. Þá bitu þær einnig þúfnakolla mólendisins nokkuð. í júnímánuði héldu kýrnar sig einnig mestmegnis á þessum gróðursvæðum, en fóru að bíta jaðarinn, þegar leið á mánuð- inn. Hinn 6. júlí héldu kýrnar sig á mólend- inu, í valllendisgeirunum og á jaðrinum. Á þessu landi héldu kýrnar sig síðan að mestu, Jrað sem eftir var tilraunaskeiðsins. Þó bitu þær kvistmýrina nokkuð, þegar leið á sumarið, en voru mjög lítið í mýrinni. Hinn 6. júlí, síðari hluta dags, gerði dr. Sturla Friðriksson athugun á þvi, hvaða grastegundir fjórar tilraunakúnna bitu einkum, meðan Jrær voru á mólendinu, og reyndust þær vera eftirfarandi: Kýr I. Túnsúra, snarrót, túnvingull, ax- hæra, krossmaðra. Kýr 2. Snarrót, krossmaðra, túnvingull. — Þessi kýr rakaði þúfnakollana jafnt sem lautirnar á milli Jreirra. Kýr 3. Snarrót, elfting, axhæra, einkum ofan af þúfnakollum. Kýr 4. Snarrót og maríustakkur í snjódæld. Efnasamsetning beitargrassins Ræktaða beitilandið Mynd 7 sýnir magn hráeggjahvítu, nítrat- köfnunarefnis (N03-N), kalsíums og fosfórs í hundraðshlutum þurrefnis í grasinu á ræktaða beitilandinu. Jafnframt sýnir myndin, livenær livert sýni er tekið og af hvaða hólfi eða hólfum hvert sýni er. Sýn- unum er raðað niður á myndina eftir tíma- röð. Þá sýnir myndin, hvenær sýnið er af hólfum, sem eingöngu hafa verið beitt, og hvenær af há af hólfum, sem slegin hafa verið. Enn fremur er sýnt á myndinni, hve- nær áburði var fyrst dreift á beitilandið, hvenær borið var á hvert hólf um sig í annað sinn og hvenær hvert hólf var slegið. Á mynd 7 sést, að hráeggjahvítan er hæst á hólfi A4 við fyrstu sýnistöku, 22. maí, 28.9%, en fer síðan lækkandi og kemst nið- ur í 17.5% á hólfunum A5—9 hinn 15. júní. Frá Jreim degi hækkar hráeggjahvít- an nokkuð aftur og kemst hæst í 27.0% á hólfunum Al—3 hinn 21. júlí. Ur Jní fer luin lækkandi aftur og verður lægst 16.1% á hólfunum Al—3 28. ágúst. Hráeggjahvít- an er há allt tilraunaskeiðið. Nítratköfnunarefnið fylgir hráeggja- hvítumagninu að verulegu leyti. Það er 0.165% 22. maí á hólfinu A4, en lækkar síðan. Hinn 9. júlí er það aftur orðið hátt á hólfinu A4, 0.175%, enda hafði verið borið á það hólf köfnunarefni 24. júní. Hæst kemst nítratmagnið 8. ágúst á hólf- unum Bl—3, 0.269%, og á sömu hólfum er það einnig hátt við síðustu sýnistöku 28. ágúst, 0.251%. Mestallt tímabilið er nítratköfnunarefnið þó frernur lágt eða neðan við 0.15% og mikinn hluta tilrauna- skeiðsins neðan við 0.10%. Sé miðað við, að heilsu búfjárins sé hætt, þegar nítrat- köfnunarefnið er orðið hærra en 0.20%, sést, að lítil hætta er á, að um nítrateitrun hafi verið að ræða af beitargrasinu í Laug- ardælum sumarið 1960. Er nánar rætt um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.