Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 95
AFURÐIR ÞUNGRA OG LÉTTRA ÁA 93
greiða næstum því viðbótarfóðurkostnað
þungu ánna fra desemberbyrjun til I. maí.
Hins vegar hefur ekkert fengizt fyrir meiri
fóðureyðslu þungu ánna, meðan þær voru
á gjöf í maí og júní eða fyrir það, sem þær
hafa bitið meira yfir sumarið en léttu ærn-
ar. Þess ber þó að gæta í sambandi við
þessa tilraun, að léttu ærnar í henni eru
ekki sérstaklega léttar á landsmælikvarða.
Meðalþungi þeirra mun vera svipaður
meðalþunga áa hjá fjölda bænda.
Niðurstöður þessara tilrauna benda því
í þá átt, að allar líkur séu til þess, að ekki
sé hagkvæmt að rækta féð þannig, að ærn-
ar verði mjög þungar, t. d. um eða yfir 70
kg að hausti, þegar lömb eru tekin undan
þeim, og einnig beri að varast að hafa of
léttar ær. Líkur benda til, þótt enn sé það
ósannað mál, að við aðstæður eins og á
Hesti sé hagkvæmur haustþungi ánna 55
til 65 kg.
S U M M A R Y
COMPARISON OF LAMB PRODUCTION
BY HEAVY VERSUS LIGHT EWES
Halldór Pálsson and Stefán Sch. Thorsteinsson
Agricultural Research Institute, Reykjavik, Iceland
In a 3-year experiment comparing lamb procluction by 50 heavy (72-7 kg) and
50 light (55.1 kg) Iceland ewes, fed during winter (Ist December to lst May)
according to their metabolic weight (W0-75), but fed during lambing and grazed
during the suckling period in one lot, it was found that only in the first year
the heavy ewes had significantly greater fecundity than the iight ones. The
difference in dressed lamb production between the heavy and light ewes was
nonsignificant, both for ewes rearing twins (0.19 kg) and those rearing singles
(0.59 kg). The heavy ewes proved to be less economical than the light ones, as
the 1.39 kg average greater lamb production by the iteavy ewes did not even
pay for the extra feed cost during the winter months.