Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Side 71
TILRAUNIR MEÐ MJOLKURKÝR 69
Kalsíuin-fosíór-hlutíallið var lágt í maí
og júní eða á milli 0.68 og 1.05. í júnílok
fór það niður í 0.53, en snarhækkaði úr
því og var hærra eftir 20. júlí en fram að
þeim tíma. Þó fór hlutfallið ekki yfir 1.3
nema í 8 daga tilraunaskeiðsins og aðeins
í ágúst og september. Frá byrjun tilraunar
og til 10. ágúst komst kalsíum-fosfór-hlut-
íallið hæst i 1.08, dagana 22., 23. og 24. júlí.
U t h a g i n n
Efnasamsetning beitargrassins í úthagan-
um er sýnd á myndum 11—15.
Hráeggjahvítumagn grassins í úthagan-
um var svipað í öllum gróðurliverfunum,
en náði hámarki á mismunandi tíma.
í mólendinu og jaðrinum náði hráeggja-
hvítan hámarki við fyrstu sýnistöku, í mýr-
inni 12 dögum síðar, í kvistmýrinni hinn
21. júní og í tjarnargróðrinum 3. júlí. Hrá-
eggjahvítan varð hæst í mýrinni 9. júní,
18.7%, næsthæst í tjarnargróðrinum,
17.9%, þar næst í jaðrinum, 17.6%, 9. júní,
17.0% í mólendinu sarna dag, og í kvist-
mýrinni komst hráeggjahvítan hæst í 16.4%
hinn 21. júní.
í lok tilraunaskeiðsins var hráeggjahvít-
an farin mikið að lækka í öllurn gróður-
hverfum. Þá var lnin 7.6% í mólendinu,
9.4% i jaðrinum, 8.2% í mýrinni, 9.2 í
tjarnargróðrinum og 9.4% í kvistmýrinni.
Kalsíummagn úthagagróðursins var einn-
ig svipað í öllum gróðurhverfum í byrjun
tímabilsins eða 0.19% í mólendinu, 0.24%
í jaðrinum, 0.17% í mýrinni, 0.20% í
tjarnargróðrinum og 0.22% í kvistmýrinni.
Kalsíummagnið í gróðrinum hækkaði mis-
mikið eftir gróðursvæðum ylir sumarið,
öthagi I , mólendi
Mynd 11. Myndir 11—15 sýna hráeggjahvítu, kalslum og tosfór í % af þurrefni í beitargrasi
í úthaga.
Fig. 11. Figs. 11—15 show the crude protein, calcium and phosphorus in per cent of dry matter
for grass from uncultivated pasture. — Mólendi = hummocky meadow.