Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 62

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 62
60 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR tekin sýni af hólfunum A4, A6, A8, B9, B7 og B5, daginn áður en beit hófst fyrst á þessum hólfum, þ. e. dagana 22., 24., 26., 28. og 30. maí og 1. júní, miðað við röð- ina, sem hólfin eru nefnd í. Þá voru tekin aukasýni af hólfunum B6 og B7 26. júní og af B4 27. júní. Að þurrkun lokinni voru sýnin send í plastpokum að búnaðardeild Atvinnudeild- ar Háskólans til efnagreiningar. Rannsak- að var magn þeirra af hráeggjahvítu, kalsí- um, fosfór og nítrati. Oll sýnin af túninu voru efnagreind, en af úthagasýnunum voru aðeins efnagreind sýni úr annarri hverri sýnistöku og auk þess sýni tekin 15. júní. Sýnatöku og niðurstöðum efnarannsókn- anna hefur að nokkru verið lýst áður (Björn Jóhannesson, 1961). Önnur framkvœmdaratriði Kúnum í öllum flokkum var gefið fóður- salt. Var það G-salt. Gjöf á fóðursaltinu var hagað þannig, að á mjöltum var sett fyrir hverja kú fata með fóðursaltinu. Var fatan sett niður í járnhring yfir jötunni, en hann var festur í byrzluna framan við kúna. Voru föturnar svo tryggilega skorðaðar í hringjunum, að kýrnar gátu aldrei velt þeim. Föturnar voru hafðar fyrir kúnum, með- an þær stóðu inni um mjaltir, og gátu þær étið fóðursaltið að vild á þeim tíma. Föturnar voru vegnar með tveggja til fjögurra daga millibili og þannig fylgzt með því, hve mikið salt hver kýr át. Vigtun á kúm var framkvæmd fyrir kvöldmjaltir, um leið og kýrnar konm í fjósið. Voru kýrnar vegnar vikulega og sömu daga og mjólkurmæling fór fram. Frá þunganum á kúnum var dreginn þungi kvöldmjólkurinnar. Vigtun á mjólk og fitumælingar fór hvort tveggja fram vikulega og með sama hætti og árin áður. Fylgzt var nákvæmlega með heilsufari kúnna allt tilraunaskeiðið og allar athuga- semdir um óhreysti skráðar. Þegar alvarleg veikindatilfelli komu fyrir, var gerð eins glögg lýsing á sjúkdómseinkennum og unnt var. VFÐURFAR SUMARIÐ 1960 Eins og undanfarin ár verður stuðzt við veðurathuganir frá tilrauhastöðinni á Sámsstöðum, sjá töflu 13. í júnímánuði 1960 kom Veðurstofan upp úrkomumæli í Laugardælum, og sést í töflu 13 úrkomumagn mánaðanna júlí—septem- ber, ásamt úrkomudögum hvers mánaðar. Hitamælingar fara ekki fram í Laugardæl- um. Meðalhiti tímabilsins frá 1. maí til 30. september var um 1° C hærri en árin 1958 og 1959. Meðalhitinn í maí og júlímánuði var til muna yfir meðallagi. Urkoma í maímánuði var mun meiri en árin 1958 og 1959. Úrkoma í júnímánuði var mjög mikil, einkum frá 18.—26. júní, og rigndi þá mest á dag 19. júní 21.4 mm og dagana 23.-25. júní, en þá var sólar- hringsúrkoman 18.3, 10.5 og 10.0 mm. Þar sem vindur var þessa daga suðvestlægur, má telja víst, að úrkoma á þessum tíma hafi verið enn meiri í Laugardælum. Á Eyrarbakka rigndi 23. júní 24.6 mm. IJr- komudagar á Sámsstöðum voru 74 frá 1. maí til 30. september sumarið 1960. NIÐURSTÖÐUR TILRAUNARINNAR 1960 Beitargrasið Uppskera ræktaða beitilandsins Tafla 14 sýnir uppskerumagn beitilandsins sumarið 1960, mælt á uppskerureitum. Eins og taflan sýnir, varð uppskeran í fyrsta slætti 46.8 hkg heys með 15% vatni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.