Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Qupperneq 70
68 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
Mynd 10. Kalsíum-fosfór-hlutfall beitargrassins, reiknað út frá efnagreiningum að baki mynd 9.
Fig. 10. Ca/P-ratio of available grass, calculated from the analyses behind Fig. 9.
farið að gæta álirifa þess áburðar, sem bor-
inn var á þessi hólf hinn 15. júní. Hrá-
eggjahvítan var 24.1% í grasinu á þessum
hólfum við sýnistöku 21. júní, sjá rnynd 7.
Mynd 8 sýnir, að hráeggjahvítan fór
hækkandi í grasinu, sem kýrnar voru að
bíta síðustu daga júní og fyrstu þrjá dag-
ana í júlí, og í grasinu á hólfinu A4, sent
beitt var á 10. júlí, var hráeggjahvítan
26.6%, og er þar að sjá, að áhrifa áburðar,
sem borinn var á þetta hólf 24. júní, sé
farið að gæta vertdega. Hráeggjahvítan var
einnig mjög há í grasinu, sem kýrnar voru
að bíta dagana 22., 23. og 24. júlí, 27.0%,
en það gras var há á hólfunum Al—3.
Frá og með 25. júlí fór hráeggjahvítan
lækkandi að meðaltali, en nokkuð óreglu-
lega. Var hún á milli 16.5% og 22.4% á
tímabilinu 10. ág. til loka tilraunaskeiðsins.
Nítratköfnunarefnið í grasinu, sem kýrn-
ar voru að bíta hverju sinni, fylgdi mikið
til hráeggjahvítumagninu og var hátt, þeg-
ar hráeggjahvítan var há, en lækkaði, þeg-
ar hráeggjahvítan lækkaði. Þó sést greini-
lega á mynd 8, að nítratköfnunarefnið hef-
ur farið vaxandi, þegar leið á sumarið, og
á myndum 7 og 8 sést, að það hefur verið
mun hærra í hánni en í grasinu á óslegnu
hólfunum (sjá enn fremur Björn JÓhann-
ESSON, 1961).
Kalsíum- og fosfórmagn ásamt kalsíum-
fosfór-hlutfallinu í grasinu, sem kýrnar
voru að bíta hverju sinni, er sýnt á mynd-
um 9 og 10. Á mynd 9 sést, að kalsíum- og
fosfórmagnið fór lækkandi frá byrjun til-
raunaskeiðsins og til júníloka. Þá hækkaði
fosfórmagnið aftur, en kalsíummagnið
lækkaði enn og komst lægst á hólfunum
A5—9 í 0.24% af þurrefni í sýni, sem tek-
ið var 27. júní, en kúnum var beitt á þessi
hólf dagana 29. júní til og með 3. júlí. Úr
því fór kalsíummagnið hækkandi aftur og
var aldrei undir 0.30% eftir 10. júlí, en
fór hæst í 0.57% i hánni á hólfunum Al—3,
þegar fyrst var beitt á þau eftir slátt dag-
ana 22., 23. og 24. júlí.