Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Síða 70

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Síða 70
68 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Mynd 10. Kalsíum-fosfór-hlutfall beitargrassins, reiknað út frá efnagreiningum að baki mynd 9. Fig. 10. Ca/P-ratio of available grass, calculated from the analyses behind Fig. 9. farið að gæta álirifa þess áburðar, sem bor- inn var á þessi hólf hinn 15. júní. Hrá- eggjahvítan var 24.1% í grasinu á þessum hólfum við sýnistöku 21. júní, sjá rnynd 7. Mynd 8 sýnir, að hráeggjahvítan fór hækkandi í grasinu, sem kýrnar voru að bíta síðustu daga júní og fyrstu þrjá dag- ana í júlí, og í grasinu á hólfinu A4, sent beitt var á 10. júlí, var hráeggjahvítan 26.6%, og er þar að sjá, að áhrifa áburðar, sem borinn var á þetta hólf 24. júní, sé farið að gæta vertdega. Hráeggjahvítan var einnig mjög há í grasinu, sem kýrnar voru að bíta dagana 22., 23. og 24. júlí, 27.0%, en það gras var há á hólfunum Al—3. Frá og með 25. júlí fór hráeggjahvítan lækkandi að meðaltali, en nokkuð óreglu- lega. Var hún á milli 16.5% og 22.4% á tímabilinu 10. ág. til loka tilraunaskeiðsins. Nítratköfnunarefnið í grasinu, sem kýrn- ar voru að bíta hverju sinni, fylgdi mikið til hráeggjahvítumagninu og var hátt, þeg- ar hráeggjahvítan var há, en lækkaði, þeg- ar hráeggjahvítan lækkaði. Þó sést greini- lega á mynd 8, að nítratköfnunarefnið hef- ur farið vaxandi, þegar leið á sumarið, og á myndum 7 og 8 sést, að það hefur verið mun hærra í hánni en í grasinu á óslegnu hólfunum (sjá enn fremur Björn JÓhann- ESSON, 1961). Kalsíum- og fosfórmagn ásamt kalsíum- fosfór-hlutfallinu í grasinu, sem kýrnar voru að bíta hverju sinni, er sýnt á mynd- um 9 og 10. Á mynd 9 sést, að kalsíum- og fosfórmagnið fór lækkandi frá byrjun til- raunaskeiðsins og til júníloka. Þá hækkaði fosfórmagnið aftur, en kalsíummagnið lækkaði enn og komst lægst á hólfunum A5—9 í 0.24% af þurrefni í sýni, sem tek- ið var 27. júní, en kúnum var beitt á þessi hólf dagana 29. júní til og með 3. júlí. Úr því fór kalsíummagnið hækkandi aftur og var aldrei undir 0.30% eftir 10. júlí, en fór hæst í 0.57% i hánni á hólfunum Al—3, þegar fyrst var beitt á þau eftir slátt dag- ana 22., 23. og 24. júlí.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.