Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 94
92 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
tvílembinga og einlembinga. Að meðaltali
öll árin voru tvílembingshrútar fæddir 0.11
kg og tvílembingsgimbrar fæddar 0.10 kg
þyngri í A-flokki en B-flokki. Hins vegar
voru einlembingshrútar fæddir að meðal-
tali 0.22 kg léttari og einlembingsgimbrar
0.32 kg léttari í A-flokki en B-flokki. Þessi
munur milli flokka er lítill og óraunhæfur,
en þó virðist tilhneiging til þess, að ein-
lembingar séu fæddir léttari í A-flokki en
B-flokki, gagnstætt því, er búast hefði mátt
við. Hugsanleg skýring á þessu fyrirbrigði
er sú, að þungu ærnar (A-fl.), sem gengu
með einu fóstri, hafi verið ofaldar og því
of feitar til þess, að fóstrið næði hámarks-
vaxtarhraða.
Tafla 1 E sýnir meðalvaxtarhraða lamb-
anna í grömmum á dag frá fæðingu til rún-
ings. Einlembingsgimbrar í A-flokki vaxa
að meðaltali 27 g rneira á dag en í B-flokki,
en þær eru fáar (sjá viðaukatöflur I—III),
og er þessi munur óraunhæfur. Á einlemb-
ingshrútum og tvílembingum er enginn
munur á vaxtarhraða milli flokka á þessu
tímabili. Þessar niðurstöður benda til þess,
að léttu ærnar séu jafngóðar mjólkurær og
þær þungu.
Tafla 1 F sýnir vaxtarhraða lambanna
frá fæðingu til 1. október. Munur milli
flokka er mjög lítill og óraunhæfur, mest-
ur á einlembingsgimbrum 17 g á dag,
þungu ánum í vil. Þetta sýnir enn fremur,
að mismunur þyngdar ánna hefur ekki áhrif
á vaxtarhraða lambanna, er líður á sumar-
ið, og áhrif mjólkurinnar gætir minna en
fyrr á vaxtarskeiðinu.
Tafla 1 G sýnir þunga lamba á fæti 1.
október, leiðréttan fyrir aldri. Lömbin und-
an þungu ánum (A-flokki) eru aðeins
þyngri, en þó er munurinn óraunhæfur.
Mestur er munurinn á einlembingsgimbr-
um 2.1 kg, en minnstur á tvílembingshrút-
um 0.3 kg.
Tafla 1 H sýnir afurðir ánna í dilkakjöti,
þ. e. fallþunga lamba, leiðréttan fyrir aldri.
Meðalfall tvílembingshrúta reyndist 0.14
kg þyngra og tvílembingsgimbra 0.17 kg
þyngra í A-flokki en B-flokki. Meðalfall
einlembingshrúta var liins vegar 0.17 kg
þyngra í B-flokki en A-flokki, en einlemb-
ingsgimbrar í A-flokki höfðu 1.35 kg
Jiyngra fall en í B-flokki. Þessi munur er
lítill og ekki raunhæfur, er bendir aftur til,
að mjólkurlagni þungu ánnna sé ekki meiri
en hinna léttu við þau skilyrði, sem féð á
Hesti býr við, en Jrað er góð fóðrun yfir
veturinn og fram í gróður og sæmilegt sauð-
land bæði í heimalandi og afrétti aðra tíma
árs.
Tafla 1 I sýnir meðaldilkakjötsfram-
leiðslu í hvorum flokki eftir tvílembu, ein-
lembu og á, sem skilaði lambi. Þungu ærn-
ar (A-flokkur) skiluðu aðeins meira dilka-
kjöti til jafnaðar í Jnessi þrjú ár en léttu
ærnar (B-flokkur). Nemur þessi munur
þungu ánum í vil 0.19 kg eftir tvílembu,
0.59 kg eftir einlembu og 1.39 kg eftir á
með lambi.
ÁLYKTUNARORÐ
Afurðir eftir á með lambi hafa líffræði-
lega meira að segja en afurðir eftir fóðr-
aða á, þar sem slys og ýmiss konar óhöpp
hafa áhrif á það, hvort ær skilar lambi
eða ekki. Hinn litli og óraunhæfi munur
á afurðamagni milli flokkanna eftir tví-
lembu annars vegar og einlembu hins veg-
ar sýnir, að áhrif af þunga ánna gætir ekki
á vaxtarhraða lambanna að neinum mun.
Hins vegar gætir þess í afurðamagni eftir
á, sem skilaði lambi, að þungu ærnar voru
raunhæft frjósamari en hinar léttu eitt ár-
ið af þeim þremur, er tilraunin stóð.
Sé mismunur á fóðurkostnaði þungu og
léttu ánna metinn til verðs, kr. 5.00 á fóð-
ureiningu, og afurðamunurinn eftir á, sem
skilaði lambi, er metinn kr. 85.00 hvert kg
dilkakjöts með þeint afurðum, sem því
fylgir (gæra og slátur), kemur í ljós, að af-
urðir þungu ánna fram yfir Jiær léttu