Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Side 44
42 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
Mynd 2. Beitartilhögun sumarið 1958. Reitirnir sýna þau hólf, sem beitt var á hvern dag.
Fig. 2. Arrangement of grazing in summar 1958. The rectangles indicate which grazing units
were grazed by each group each day. — áb.dr. = fertilizer application. sl. = area cut for hay.
dælum sumarið 1957 (Kristinn Jónsson og
Stefán Aðalsteinsson, 1961), en hólfin
voru alls 24 og hvert þeirra 0.4 ha að
stærð. Áburðarmagn á beitilandið var 200
kg N, 150 kg P2Og og 80 kg KaO á ha,
en áburðartegundirnar voru Kjarni (33.5%
N), þrífosfat (45% PoOg) og klórsúrt kalí
(50% K20). Hafa þessar áburðartegundir
alltaf verið notaðar á tilraunabeitilandið
frá og með sumrinu 1954 til og með sumr-
inu 1961, að öðru leyti en því, að sumarið
1954 var notaður kalk-ammonsaltpétur
(20.5% N), en árið eftir var farið að nota
Kjarna, og hefur hann verið notaður svo
til einvörðungu síðan.
Steinefnaáburðinum var öllum dreift 17.
maí, en köfnunarefnisáburðinum var þrí-
skipt. Þriðjungi hans var dreift 17. maí,
helmingnum dagana 5.—10. júlí og sjötta
hlutanum 5.—10. ágúst.
Beit hófst á tilraunalandinu 10. júní, urn
leið og tilraun nr. 1 hófst, sjá mynd 2. Var
kúnum aðeins beitt á helming beitilands-
ins til 7. júlí. Hinn helmingur beitilands-
ins hafði verið alfriðaður frarn að þeim
tíma og sleginn dagana 30. júní og 2. júlí.
Þegar beit hófst á friðaða landinu 7. júlí,
var komin þar sæmileg há. Gengu tilrauna-
kýrnar á hánni til loka tilraunar nr. 1 og
kýrnar í tilraun nr. 2 allt tilraunaskeiðið.
Sá hluti beitilandsins, sem beittur var fyrir
7. júlí, var síðan friðaður frá beit og sleg-
inn 31. júlí. Tilraunakúm var ekki beitt á
það land úr því, sjá mynd 2, en öðrum
kúm og geklneytum var beitt á þetta land
í september, eftir því sem spretta leyfði.
Kýrnar gengu yfirleitt í tvo daga sam-
fleytt á hverju hólfi nema dagana 4., 5. og
6. júní, en þá voru þær þrjá daga samfleytt
á sömu hólfurn. Fyrstu sex dagana, sem
kýrnar gengu á hánni, var þeim aðeins
beitt í einn dag í einu á hvert hólf, en úr
því voru þær tvo daga samfleytt á hverju
hólfi, unz tilraun nr. 2 lauk.