Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 81
TILRAUNIR MEÐ MJOLKURKÝR 79
drykkjarker, sem ætíð var nóg vatn í. í
báðum tilraununum höfðu kýrnar aðgang
að sjálfbrynningu í fjósi á mjaltatímum.
l'ilhögun við kjarnfóðurgjöf í tilraun
nr. 2 var breytt nokkuð frá því, sem verið
hafði árin á undan. Nú var kjarnfóðrið
gefið í fötur og þær settar í járnhringana
yfir jötunum fyrir framan hverja kú. Kjarn-
fóðrið var gefið um kvöldmjaltir, og ef
einhver kýrin skildi eftir af kjarnfóðrinu
þá, var fatan sett fyrir hana aftur við
mjaltir morguninn eftir. Með þessu fyrir-
komulagi tókst að fá kýrnar til að éta alla
kjarnfóðurgjöfina, og þurfti aldrei að vigta
leifar frá kú í tilraun nr. 2, en áður hefur
öðru hverju orðið að vigta smávegis leifar
frá einstaka kúm, sem hafa verið á mikilli
kjarnfóðurgjöf.
I tilraun nr. 2 var kúnum ekki gefið
fóðursalt.
í tilraun nr. 2 voru kýrnar hýstar á nótt-
unni frá 21. september til 5. október og
gefið hey á kvöldin. Var heyið vegið til
kúnna og moð frá þeim. Kýrnar í A-llokki
átu 2.06 F.E. í heyi á dag að meðaltali,
2.07 F.E. í B-flokki og 1.91 F.E. í C-flokki.
Er þá reiknað með, að 2.0 kg af lieyi hafi
þurft í hverja fóðureiningu.
VEFMJRFAR SUMARIÐ 1961
Arið 1961 voru gerðar í Laugardælum
úrkomumælingar allt árið, og í töflu 21
eru sýndar úrkomumælingar og úrkomu-
dagar þar fyrir mánuðina maí til septem-
ber. Eins og undanfarin ár er stuðzt við
veðurathuganir frá tilraunastöðinni á Sáms-
stöðum. Meðalhiti sumarsins frá 1. maí til
30. september hefur orðið í meðallagi.
Meðalhiti i maímánuði var 0.7° C lægri
en árið 1960, en þá var maímánuður mjög
hlýr og hiti yfir meðallagi. Sumarið 1961
var júnímánuður kaldur. Meðalhiti á Sáms-
stöðum var 1.3° C lægri að meðaltali en
árin 1954—1960. Úrkoma sumarið 1961 var
hagstæð fyrir grassprettu. í töflu 21 sést,
að meðalúrkoma sumarsins er nokkru meiri
á Sámsstöðum en í Laugardælum, og mun-
ar mestu á úrkomumagninu í maí og júní-
mánuði á þessum tveimur bæjum. Úrkomu-
dagar á tímabilinu 1. maí til 30. septem-
ber voru 85 á Sámsstöðum, en 76 í Laugar-
dælum.
NIÐURSTÖÐUR TILRAUNANNA
Uppskera rœktaða beitilandsins
Tafla 22 sýnir meðaluppskeru af Framtún-
inu, Moshólstúninu og fóðurkálsakrinum,
eins og hún mældist að meðaltali við byrj-
un beitar á hverri spildu. Uppskeran af
túnunum var 24.5 hkg þurrefnis af ha á
Framtúni og 23.7 hkg af Moshólstúni. Upp-
skeran af fóðurkálsakrinum reyndist 52.8
hkg þurrefnis á ha. Þess ber að gæta um
þær uppskerutölur, sem hér eru gefnar, að
þær veita engar upplýsingar um þá sprettu,
sem varð á landinu, eftir að beit hófst á því.
Má því vera, að fóðrið, sem kýrnar liöfðu
til umráða á tilraunaskeiðinu, hafi verið
eitthvað meira en uppskerutölurnar benda
til.
Eins og getið er í inngangi, var tilgang-
urinn með tilraun nr. 2 fyrst og fremst sá
að athuga, hvernig fóðurkál reyndist til
beitar fyrir mjólkurkýr, samanborið við
mjög góða og ríkulega háarbeit. Var því
ákveðið að stilla svo til, að beitarskilyrði
bæði á túni og fóðurkáli yrðu eins ákjós-
anleg og kostur væri á. Einnig var við það
miðað, að kýrnar í C-flokki gætu valið á
milli háarbeitar og fóðurkáls í allmiklum
mæli. Af þessum sökum varð nýtingin á
beitilandinu handa tilraunakúnum léleg,
og allmikið var eftir af fóðurkáli og mikið
af lítið bitinni há, þegar tilrauninni lauk.
En jafnframt var fyrir því séð, að kýrnar
ættu völ á kostabeit allt tilraunaskeiðið.
I töflunni sést, að túnið hefur sprottið
mjög mikið á tímabilinu frá 7. september