Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 59
TILRAUNIR MEÐ MJOLKURKÝR 57
TAFLA 12 - TABLE 12
Kjarnfóðurmagn, kg á kú á dag eftir nythæð
Concentrates, kg per cow per day according to yield
Nythæð, kg 4% M.m.............. < 12.5 12.6-15.0 15.1-17.5 17.6-20.0 20.1-22.5
Yield, kg FCM
Fóðurblanda, kg................ 1 2 3 4 5
Feed mixture, kg
flokki AII. Kúnum í flokkunum BI og
B II var gefið hey eftir vild með beitinni
fyrstu 12 daga tilraunaskeiðsins, sökum þess
hve úthagi var lítið sprottinn.
Kjarnfóðrið var kúafóðurblanda SIS, og
þurfti 1.01 kg af fóðurblöndu í 1 F.E., en
í hverri F.E. voru 198 grömm af meltan-
legri hreineggjahvítu.
Beitilandið, áburðarnotkun
og tilhögun beitar
Kýrnar í flokkunum AI og AII gengu
á sama ræktaða beitilandinu og kýrnar í
tilraun nr. 1 sumurin 1958 og 1959, og var
hólfaskipting, girðingar og brynning eins
og áður, sjá 43. bls. og mynd i.
Áburðarmagn á þetta beitiland var eins
og árin áður, eða 200 kg N, 150 kg P205
og 80 kg K20. Steinefnaáburðinum öllunr
og 270 kg af Kjarna eða 90 kg af N var
dreift 4. maí, en á tímabilinu 15. júní til
11. júlí var afganginum af köfnunarefnis-
áburðinum dreift, sjá mynd 6. Sökum mik-
illar úrkomu í júní reyndist ekki fært að
nota Kjarna til áburðar á öll hólfin við
seinni dreifinguna á köfnunarefnisáburð-
inum, og var í hans stað notaður innflutt-
ur ammonsúlfat-saltpétur (26% N) á hólf-
in B5—B9 og A6—A9, sem dreift var á 15.
júní og sömuleiðis á hólfin B4 og A4—A5.
sem dreift var á 24. júní.
Ástæðan fyrir því, að skipta varð ttm
áburðartegund, var sú, að Kjarni var svo
rykkenndur, að hann settist á grasið, þegar
blautt var á og grasið eitthvað sprottið.
Gat þá svo farið, að grasið sviðnaði til
stórskemmda, nema nægilega mikið rigndi
næstu klukkutímana eftir dreifingu. Rign-
ingar voru svo þrálátar á umræddu tíma-
bili og spretta svo ör, að dreifingu varð
ekki frestað, unz upp stytti. Ekki var held-
ur talið gerlegt að dreifa Kjarna í mikilli
rigningu, sökum þess hve honum liætti til
að draga til sín raka og hlaupa í kekki,
sem síðan stífluðu dreifarann. Var því ekki
talið um annað að ræða en nota ammon-
súlfat-saltpétur í stað Kjarna á þau hólfin,
sem dreiía varð á í votviðri.
Byrjað var að beita tilraunakúm á helm-
ing tilraunabeitilandsins hinn 23. maí eða
um leið og tilraunin hófst, og hafði kún-
um ekkert verið beitt um vorið fyrr en þá.
Var eingöngu beitt á þennan helming
landsins til 22. júlí, en haldið áfram að
beita á hann að einhverju leyti til 9. ágúst,
sjá mynd 6. Frá þeim tíma var þessi hluti
alfriðaður og sleginn f2. ágúst og tilrauna-
kúm ekki beitt á þennan helming landsins
úr jjví.
Hinn helmingur landsins var alfriðaður
framan af sumri og sleginn 18. júní. Farið
var að beita á hána á þessum hluta að
nokkru leyti hinn 22. júlí, en eingöngu
beitt á Jretta svæði frá 9. ágúst, unz til-
rauninni lauk.
Beit var hagað þannig, að framan af
sumri gengu tilraunakýrnar aðeins í einn