Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 32
30 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
Mynd 1. Meðalþungi t-mjölskálfa á fæti ásamt meðalfráviki, og þungi samanburðarkálfa á 100
daga vaxtarskeiði.
Fig. 1. Mean live-weight and standard deviation of calves fed on milk substitute as compared
loith that of control calves.
afturkippur í alla kálfana, og þeir stóðu í
stað eða léttust vikuna 3.—10. júní. En svo,
vikuna 10.—16. júní, náðu allir kálfarnir
mjög góðri þyngdaraukningu. Þess ber að
geta, að við vigtunina 10. júní voru kálf-
arnir enn veikir, og var þeim ekki gefinn
nerna hálfur skammtur af fóðri, sem þeir
átu misjafnlega vel. Aftur á móti voru kálf-
arnir orðnir sæmilega hressir við vigtun
16. júní og átu nær allir vel sinn skammt.
Frá 6. júní og frani til slátrunar veiktust
kálfarnir öðru hverju, þannig að vöxtur
varð mjög misjafn. Erfitt er að segja ákveð-
ið um ástæður fyrir þessu. Stóran þátt í
því á eflaust ónákvæmni í gjöfum, en ef
til vill á samsetning fóðursins einhvern
þátt í því, og hugsanlegt er, að þegar kálf-
arnir eldast, þoli þeir t-fóðrið verr en
fyrstu tvo mánuðina. Á móti því síðast-
talda mælir þó ýmislegt: Elzti kálfurinn
vex jafnast og bezt allan tímann, jafnvel
sólarhringssultur dregur lítið úr vexti hans.
Kálfarnir veikjast allir á sama tíma fyrst,
þ. e. a. s. þegar þau mistök urðu, að þeim
var ekki gefið í sólarhring, og virðist síður
en svo draga minna úr vexti yngri kálf-
anna eftir það en hinna eldri. Þó er þriggja
vikna aldursmunur á elztu og yngstu kálf-
unum. Um gæðamun fóðursins fyrri og síð-
ari hluta tilraunarinnar er það að segja,
að gerlafjöldi var mun meiri og rakastig
hærra í því, sem framleitt var eftir aðferð
II og gefið var síðustu 6 vikurnar, en í því
fóðri, sem framleitt var eftir aðferð I (sam-
anber skýrslu Rannsóknastofunar iðnaðar-
ins). Hið háa rakamagn (12%) í fóðrinu,
sem framleitt var eftir aðferð II, hefur
vafalaust haft neikvæð áhrif á geymsluþol
fóðursins, og samkvæmt þessu er ekki ólík-
legt, að hollustu fóðursins hafi verið nokk-
uð ábótavant og það því átt sinn þátt í,
að heilsufar og þrif kálfanna urðu verri
seinni hluta tilraunarinnar.
Á töflu III er líka tekið með, hvernig
kálfarnir leggja sig, það er kjötþungi
þeirra að viðbættri lifur og hjörtum, og
svo að lokum kjötprósenta. Nokkuð gefa
kálfarnir mismikið kjöt, og veldur því að