Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 6

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 6
4 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Efni það, sem til var í gróðrarstöð Biin- aðarfélags Islands í Reykjavík, og svo það, er höfundur hafði safnað í tilraunareit sinn í Aldamótagörðum Reykjavíkur, var flutt austur að Sámsstöðum vorið 1927. Var það stofninn að tilraunafrærækt stöðvarinnar og framleiðsla íslenzks grasfræs af þessum rótum runnið. Allt frá stofnun tilraunastöðvarinnar á Sámsstöðum voru gerðar tilraunir með ræktun grasfræs og fræið rannsakað ár hvert. Niðurstöður rannsóknanna voru ávallt birtar í yfirlitsskýrslum tilraunastöðv- arinnar í Búnaðarritinu og síðast 1951 (Klemenz Kr. Kristjánsson 1951). Eftir það voru prófanir á íslenzkræktuðu gras- fræi tilfærðar í skýrslum Tilraunaráðs jarð- ræktar, er gefnar voru út af Atvinnudeild Eláskólans (Klemenz Kr. Kristjánsson síðast 1958). LÝSING RANNSÓKNA Tilraunir í grasfrærækt náðu til fjölmargra grastegunda, bæði innlendra og erlendra, og rannsóknir voru gerðar á grómagni og fræþyngd. Tegundir voru þessar: Túnvingull, ýmsir innlendir stofnar, er fengust með úrvali í efni því, sem safn- að var 1923, 1924 og síðar. Vallarsveijgras af alinnlendum uppruna. Hásveifgras af erlendum uppruna. Blásveifgras af innlendum uppruna. Snarrót af innlendum stofni. Háliðagras af erlendum uppruna. Hávingull af erlendum uppruna. Enskt rýgresi og mjúkfax af erlendum upp- runa. Þá voru á seinni árum gerðar tilraunir með að leiða til þroskunar vallarfoxgras af norskum uppruna og axhmnoðapunt. einnig frá Noregi. Ýmsum ræktunaraðferðum var beitt við könnun á þeim skilyrðum, sem henta bezt fræsetu grastegundanna. Athuguð var rækt- un grasa í ýmsum jarðvegi, mismunandi sáningaraðferðir voru reyndar, svo og breytileg áburðarnotkun. Allt frá byrjun grasfræræktartilraunanna í Reykjavík og á Sámsstöðum hafa prófanir á grasfræþroska hvers árs verið gerðar og með sams konar tækjum, sem notuð eru á erlendum frærannsóknarstofum. Við grómagnstilraunirnar hefur hvert sýnishorn verið reynt á þremur til sex reit- um á spírunaráhaldi og meðalfræspírun reiknuð sem grómagn hvers sýnishorns. Grótími grasfrætegundanna er mislang- ur og skiptist í tvo flokka: Það fræ, sem spírar á fyrstu sex til tíu dögunum, er talið sér og meðaltalið notað sem mælikvarði á gróhraða. Það fræ, sem spírar eftir þann tíma, á næstu sjö til tíu dögum, er síðan talið og bætt við hina fyrri útkomu, þannig að fengið er heildargrómagn sýnishornsins. Þyngd 1000 fræja er ákveðin þannig, að talin eru 100 fræ tvisvar eða þrisvar og þau vegin á nákvæma vog og meðalútkoman margfölduð með 10. Fæst þá fræþyngdin pr. 1000 fræ í grömmum, og er þetta aðferð, sem segir til um stærð fræsins, hvort vel eða illa er þroskað. Er þetta vitanlega háð því, að fræið sé vel þurrt. Alltaf hefur sú aðferð verið framkvæmd að þurrka við venjulegan stofuhita það fræ, sem til rannsókna hefur verið tekið hverju sinni, og við tilraunir, sem hafa verið gerð- ar, hefur slík aukaþurrkun aukið grómagn fræsins um 10—15%. Grasfræ, óþurrkað úr fræstökkum, þarf aukaþurrkun, því að raka- söm haustveðrátta þurrkar ekki fræið nægi- lega vel til þess, að fram komi það grómagn, er það hefur náð við fullþurrkunina. NIÐURSTÖÐUR Strax kom í ljós við grómagnstilraunir á íslenzkræktuðu grasfræi, að það spíraði ekki eins fljótt og erlent fræ sömu tegund- ar, eða með öðrum orðum, að íslenzka fræ-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.