Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Page 84
82 ÍSLENZKAR LANDBTJNAÐARRANNSÓKNIR
TAFLA 24 - TABLE 24
Kjarnfóðurgjöf, F.E. á kú á dag í tilraunum sumarið 1961
Concentrates, F.U. per cow per day in experiments in summer 1961
Tilraun nr. Flokkur Kjarnfóður, F.E.
Experiment No. Group Concentrates, F.U.
1 D 2.02
2 B 2.13
D-flokki í tilraun nr. 1 og 2.13 F.E. á kú
á dag í B-flokki í tilraun nr. 2.
Heilsufar kúnna
Eftirfarandi lýsingar á heilsufari og sjúk-
dómslýsingar á veikum kúm í tilraun nr. 1
eru skráðar eftir lýsingu Þorleifs Finnsson-
ar, sem var fjósameistari í Laugardælum og
hafði daglegt eftirlit með tilraunakúnum.
Hinn 13. júní veiktist ein kýr í A-flokki
(Rauðka). Fékk lnin skitu, sem hún var
með í tvo til þrjá daga. Þegar skitan batn-
aði, fór kýrin að fá krampaköst, mest í
afturfætur og bóga, en stundum í allan
líkamann. Ekki varð séð, að krampaköstin
kæmu reglulega. í krampaköstunum skaut
kýrin upp kryppunni og stóð oft þannig
bæði úti og inni. Hárafar kýrinnar var um
þetta leyti mjög úfið og ljótt. Veikindi kýr-
innar stóðu frá þessum tíma til loka til-
raunaskeiðsins, en síðasta hálfan mánuð-
inn dró til muna úr þeim, þótt kýrin fengi
þá stöku sinnum krampaköst. Kýrin lækk-
aði mjög mikið í nyt fyrst í veikindum
sínum, eða úr 13.6 kg hinn 8. júní í 1.1 kg
hinn 15. júní. Hún hækkaði síðan aftur
í nyt og var hinn 29. júní komin í 8.8 kg,
og úr því hélt hún á sér eðlilega.
Hinn 20. júní varð ein kýrin í D-flokki
(Freyja) hölt á vinstra framfæti. Var hún
mjög hölt í vikutíma, en smábatnaði úr
því og var orðin óhölt 30. júní. Heltin
háði kúnni mjög mikið, einkanlega fyrstu
sjö dagana, en þá hélt hún sig illa að beit-
inni, og féll nytin þá úr 16.1 kg hinn 15.
júní í 4.7 kg hinn 22. júní, en 29. júní
hafði hún náð sér það upp, að hún var í
12.6 kg nyt, og þeirri nyt hélt lnin eðli-
lega á sér úr því.
Hinn 22. júní veiktist önnur kýr í D-
flokki (Sokka). Fékk hún mjög mikla skitu,
svo rnikla, að hún lá veik inni í fjósi í
tvo daga. Hún var læknuð með því að gefa
henni krít og eikarbörk. Kúnni var gefið
hey, á meðan hún lá í fjósinu, en hún át
lítið af því. Á þriðja degi var hún úti, en
var þá slöpp að sjá, en á næstu tveimur
dögum náði hún sér aftur, og sáust ekki á
henni veikindi eftir það. í veikindunum
geltist kýrin algjörlega og var ekki mjólk-
uð eftir það.
Fleiri veikindatilfelli urðu ekki í tilraun
nr. 1 og engin veikindatilfelli í tilraun nr.
2 sumarð 1961.
Áhrif meðferðar á nythceð
og þunga kúnna á fæti
Tafla 25 sýnir meðalnythæð kúnna í hverj-
um flokki fyrir sig í tilraun nr. 1 annars
vegar og tilraun nr. 2 hins vegar. f tilraun
nr. 1 er annars vegar sýnd nytin á forskeiði
og hins vegar á tilraunaskeiði, ásamt mis-
mun á meðalnythæð á forskeiði og tilrauna-
skeiði í hverjum flokki í tilraun nr. 1 og
mismun á meðaldagsnyt flokkanna í til-
raun nr. 2.