Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 47
TILRAUNIR MEÐ MJÓLKURKÝR 45
TAFLA 3 - TABLE 3
Uppskera beitilandsins sumarið 1958, hkg hey af ha, og efnasamsetning hennar
Yield frorn cultivated pasture in summer 1958, hkg hay per hectare,
and chemical cornposition
Slættir Cuttings Samtals Total
1. 2. 3.
Dagsetning Date Uppskera Yield 2/7 36.8 31/7 25.9 8/10 24.5 87.2
í % af þurrefni In per cent of DM: Hráeggjahvíta Crude protein Fosfór P 14.73 0.35 12.33 0.21
11. júlí fannst hún að dauða komin á beiti-
landinu og drapst um einni klukkustundu
seinna. Var dánarorsök talin bráðadoði.
Hinn 14. júlí veiktist önnur kýr í sama
flokki. Hún fékk ákafa skitu, en hvorki
máttleysi né krampa. Hún snögggeltist við
veikindin og fór úr 11.4 kg nyt í 1.0 kg nyt
á einni viku. Hún náði sér ekki aftur og
var felld um haustið. Henni voru gefnar
tvær töflur af metylbláma, og ein skeið af
krít og tvær skeiðar af eikarberki, sem hellt
var í liana.
Þriðja kýrin í sama flokki veiktist í síð-
ustu viku tilraunarinnar af júgurbólgu.
Hún náði sér fljótt aftur, en nyt hennar
var óeðlilega lág síðustu viku tilrauna-
skeiðsins.
Kýrnar í hinum flokkunum voru alheil-
brigðar að sjá.
Vegna veikinda kúnna í þessum flokki
varð meðalnyt flokksins óeðlilega lág og
síðari hluta skeiðsins aðeins rnæld nyt úr
fimm kúm. Til þess að unnt væri að bera
þennan flokk saman við hina flokkana, var
farin sú leið að fella úr stærðfræðiuppgjöri
nythæðarmælingar á veiku kúnum, eftir að
veikindin komu í ljós. 1 stað þess hefur
verið áætlað, hve mikið kýrnar myndu hafa
mjólkað, ef þær hefðu ekki veikzt. Er við
þá útreikninga stuðzt við nythæð hlutað-
eigandi kúa, áður en þær veiktust og breyt-
ingar á dagsnyt heilbrigðu kúnna frá einni
viku til annarrar. Eru ályktanir, sem dregn-
ar verða af áhrifum meðferðar á nvthæð
því miðaðar við, að kýrnar hefðu ekki
veikzt á tilraunaskeiðinu.
Ekkert var athugavert við heilsufar
kúnna í tilraunum nr. 2 og 3.
Áhrif meðferðar á nythceð
og þunga kúnna á fæti
Tafla 4 sýnir meðaldagsnyt kúnna á til-
raunaskeiðinu í tilraunum nr. 1, 2 og 3,
mismun milli flokka og raunhæfni þess
mismunar, þegar um liann er að ræða,
ásamt meðalskekkju á einstakling í hverri
tilraun fyrir sig. Neðan við töflu 4 sést,
hvaða meðferð hver flokkur fékk. Mynd 3
sýnir meðalnyt flokkanna í tilraunum nr.
1, 2 og 3 eftir mælingardögum.
Eins og tafla 4 ber með sér, voru áhrif
meðferðar á nythæð kúnna óraunhæf í öll-
um tilraunum nema hinni síðustu.
I tilraun nr. 1 voru kýrnar í A-flokki,
sem gengu á túni allan sólarhringinn, í