Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Qupperneq 18
16 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSOKNIR
knébeygð títa. Fræþyngdin er 0,8—1,0 g.
Raðaræktun hefur reynzt betur en dreifsáð
eins og tún. Útsæðismagn 10—12 kg á ha,
en við dreifsáningu allt að helmingi meira.
Áburður eins og fyrir aðra grasfrærækt að
undanskildu því, að N verður að takmarka
meir við háliðagras vegna þess, hve því er
gjarnt á að leggjast í legu. Ott ekki meir
en 40—50 kg N á ha, ef um leygða mýri er
að ræða. Oft má taka fræ af sömu sáningu
(fræakri) 6—8 ár, en mest er frætekjan fyrstu
3—4 árin. Fræ það, sem notað hefur verið
til fræræktar, var frá Finnlandi og er tals-
vert misþroska.
Síðari ár hefur háliðagras fengizt vest-
an hafs, sem hefur reynzt nokkuð jafn-
þroska og því betra til fræræktar. Amerískt
fræ hefur reynzt þolgott og ekki lakara
hvað það snertir en finnskt háliðagrasfræ.
Yfirlit um gæði háliðagrasfræs er í töflu
IX.
21% af sýnunum hefur gróð illa, en 79%
gróið vel og ágætlega. Háliðagrasið hefur
sýnt jöfnustu og heztu spírun af þeim gras-
tegundum, sem til grómagnstilrauna hafa
verið tekin. Annars er hér áramunur eins
og með annað fræ, og svo hefur það áhrif,
hve fljótt þurrkun hefur tekizt.
Vallarfoxgras (Pleitm pratense)
Athuguð hefur verið frærækt af vallar-
foxgrasi, en þessi tegund hefur verið mikið
notuð í fræhlöndur, síðan sáðtúnarækt hófst
hér á land. Þetta er eitthvert ágætasta fóð-
urgras, sem ræktað er, og mikið notað við
túnrækt víða um heim.
Frærækt af þessu grasi er því miður ekki
auðveld hér á landi. Tilraunir hafa verið
gerðar á Sámsstöðum og Kornvöllum síðan
1955 aðallega, en áður ræktað í smáreitum,
og ná grómagnstilraunirnar yfir fræ tekið
úr tilraunareitum frá 1925 til 1941. Árið
1954 var Egmo thimote ræktað á 2—3 ha
á Sámsstöðum og Kornvöllum og fræ upp-
skorið í fimm ár. Aldrei náðist svo mikil
frætekja, að ræktunin svaraði kostnaði, um
100 kg hreinsað fræ af ha, og er það fjór-
um sinnum of lítið. Líklega er of svalt fyrir
góða þroskun þess í sumrum, sem eru fvrir
neðan meðallag. Bezta fræið hefur komið
frá hitasumrinu 1939 og frá 1958 og 1960.
Það er þó engan veginn fullsannað, nema
hægt verði að rækta fræ af þessari tegund
með raðaræktun og haustáburði, og um það
þyrfti að gera tilraunir.
Vallarfoxgras það, sem þessar rannsóknir
ná til, eru frá landi, þar sem ekki hefur
verið ræktað í röðum, heldur tekið úr rækt-
un, sem hefur verið dreifsáð. Bezti jarðveg-
ur fyrir frærækt þessarar tegundar er góð
leirmóajörð, og er vel hægt að sá fræinu í
snemmsáinn byggakur og hafa bil milli
raða 50 cm. Útsæðismagn um 5 kg á ha,
en við dreifsáningu um 10 kg.
Vallarfoxgrasið þroskast venjulega ekki
fyrr en í september, fyrst eða síðast í þeim
mánuði eftir árferði. Frærækt af því er ekki
fullkönnuð og aldrei talin líkleg til arð-
gæfs árangurs. Þó er ekki að mínu áliti full-
sannað, hvort framleiðsla fræs þessarar teg-
undar nái hér fótfestu. Úr því verða vænt-
anlegar tilraunir að leysa. Eitt er þó víst,
að oftast getur þessi tegund (einkum Eng-
mo) gefið eins stórt fræ og erlendis, en fræ-
setningin er ekki nógu mikil í öxunum, og
stafar það ef til vill af því, að frjóvgun til
fræmyndunar nær ekki nægilega vel til
allra axberandi stráa. Veldur hér vafalaust,
að fræ það, sem tekið hefur verið til rann-
sóknar, hefur verið frá of litlum fræökrum
og vegna smæðar þeirra ekki náð fullri fræ-
setningu, þ. e. ekki nægileg og alger frjóvg-
un. Tegundin er aðfræv og með vindfrjóvg-
un.
Áhættulaust er að sá vallarfoxgrasi til
fræræktar, því að ef tíð er ekki þess megn-
ug að leiða það til fulls fræþroska, gefur
grasið mikið fóður, 60—70 liestburði af ha
við dreifsáningu og þriðjungi minna hey
við raðaræktun. En eins og fyrr er fram