Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 45
Hólfin voru yfirleitt hvíld frá beit í 10
daga og þá beitt á þau aftur, þannig að 12
dagar liðu oftast frá því, að kýrnar komu
á ákveðið hólf, unz þær komu á sarna hólf
aftur.
Eins og mynd 2 sýnir, gengu kýrnar í
flokkunum AI og AII saman í hólfi og
kýrnar í flokkunum B I og B II saman í
næsta hólfi við, sjá myndir 1 og 2. Mynd 2
sýnir enn fremur, að flokkunum AI og
A II var beitt á 12 hólf, en flokkunum BI
og B II á hin 12 hólfin. Er rétt að vekja
athygli á því, að með þessu fyrirkomulagi
höfðu kýrnar í flokkunum B I og B II í
tilraun nr. 1 aðgang að jafnmiklu beitar-
grasi á nóttunni og flokkarnir A I og A II
höfðu til beitar allan sólarhringinn.
Kýrnar í flokkunum BI og BII í til-
raun nr. 1 gengu utan túns á daginn, en á
túni á nóttunni, eins og áður er sagt. í
úthaganum gengu þær með 66 öðrum kúm
Laugardælabúsins. Úthaginn, sem kýrnar
höfðu til umráða, er um 200 ha að stærð.
Er um helmingur hans mólendi (heiði) og
heilgrös rikjandi þar, en hinn hlutinn jað-
ar og mýri með ríkjandi hálfgrösum, eink-
um mýrastör. Verður legu, jarðvegsástandi
og gróðurfari þessa lands lýst nánar í III.
kafla hér á eftir.
Tilraunabeitilandið var girt á sarna hátt
og árið 1957 og sams konar brynning
(Kristinn Jónsson og Stefán Aðalsteins-
son, 1961).
Uppskerumælingar á tilraunabeitiland-
inu voru framkvæmdar þannig, að girtir
voru af 64 m2 stórir reitir á fjórða hverju
beitarhólfi, þ. e. sex reitir alls. Reitir þessir
fengu sama áburðarmagn og beitilandið í
kring. Þeir voru fyrst slegnir 2. júlí, næst
31. júlí og síðast 8. október. Var slætti hag-
að þannig, að slegið var með handsláttu-
vél utan af reitunum, unz um 10 m2 voru
óslegnir eftir. Var síðan stærð þess svæðis,
sem þá var óslegið, mæld nákvæmlega og
uppskeran af því vegin.
Sýni voru tekin við slátt af grasi af öll-
TILRAUNIR MEÐ MJÓLKURKÝR 43
um reitunum til þurrefnisákvörðunar og
ákvörðunar á hráeggjahvítu og fosfór.
Kúnum í tilraun nr. 3 var beitt með
öðrum kúm á há á gömlu, einslegnu túni
í Laugardælum. Hafði verið borinn Kjarni
á hluta af þessu túni eftir fyrsta slátt. Þetta
tún var ekki hólfað sundur og ekki gerðar
uppskerumælingar á því. Engar mælingar
voru gerðar á uppskeru né gróðurfari út-
hagans þetta ár.
Kýrnar í tilraun nr. 3 höfðu aðgang að
lækjarvatni á túni á daginn og sjálfbrynn-
ingu í fjósi á nóttunni.
VEÐURFAR SUMARIt) 1958
Þar eð ekki voru gerðar veðurathuganir
í Laugardælum sumarið 1958, verður hér
að styðjast við veðurathuganir, sem gerðar
voru á tilraunastöðinni á Sámsstöðum og
á Eyrarbakka þetta sumar. Tafla 2 sýnir
meðalhita og úrkomu mánaðanna maí—
október.
Meðalhiti maímánaðar var undir meðal-
lagi og sömuleiðis meðalhiti júnímánaðar.
Meðalhiti septembermánaðar var verulega
yfir meðallagi eða 3.2° C hærri en meðal-
tal fjögurra næstu ára á undan á Sámsstöð-
um. Meðalliiti mánuðina maí—september
var að meðaltali 9.5° C á Sámsstöðum, en
9.4° C á Eyrarbakka.
Úrkoma frá I. maí til 31. október var
hagstæð, nema helzt í maímánuði, en þá
var hún undir meðallagi. Úrkomudagar
voru alls 89 á Sámsstöðum og 83 á Eyrar-
bakka á tímabilinu 1. maí til 31. október.
NIÐURSTÖÐUR
TILRAUNANNA 1958
Uppskerumagn og
efnasamsetning beitargrassins
Uppskerumagnið af beitilandinu sumarið
1958 varð 87.2 hkg lieys af ha, eins og