Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 61
TILRAUNi-R MEÐ MJÓLKURKÝR 59
Úthaganum, sem er um 200 ha að stærð,
var skipt niður í sex gróðursvæði eftir gróð-
urfari, sjá mynd 1, og voru einkenni hvers
svæðis sent hér segir, samkvæmt lýsingu dr.
Sturlu Friðrikssonar:
Gróðursvæði 1, mólendi
Mosagróið hraun er með gamburmosa í
þúfum, en á þúfunum vex einnig stinna-
stör, mýrarelfting og túnvingull. Á milli
þúfnanna og í smærri og stærri bollum og
Iautum er snarrót, ilmreyr, vallarsveifgras
og sauðvingull. Gróðurinn í bollunum er
valllendisgróður, en er svo samofinn mó-
lendinu, að það myndar samfellt beitiland.
Gróðursvæði 2, jaðar
Milli mýra og valllendismóanna er víða
belti með jarðargróðri. Þar ber mest á tún-
vingli og mýrastör, en auk þess er nokkuð
af blómplöntum.
Gróðursvæði 3, mýri
Raklendi er að mestu gróið mýrastör,
vetrarkvíðastör, hálmgresi og engjarós.
Gróðursvæði 4, tjarnargróður
í skurðum og við vatnið er nokkuð af
tjarnargróðri, og ber þar einkum á Ijósa-
stör, en einnig er þar fergin og votasef.
Gróðursvæði 5, kvistmýri
I þessu gróðursvæði er mýragróður ríkj-
andi, en auk þess ber þar á lyngi og hrísi.
Gróðursvæði 6, valllendi
Gróðursvæði þetta er á jöðrum mólendis-
ins og gróðurfar því nær alveg hið sama
og í bollum í mólendinu.
Hinn 27. maí var enn fremur athugað,
á hvaða sprettustigi einstakar tegundir í út-
haganum væru og á hvaða gróðursvæði
kýrnar væru að bíta.
Hinn 6. júlí var einnig athuguð spretta
í úthaga og fylgzt með háttum kúnna í út-
haganum, á hvaða gróðursvæðum þær væru
og hvaða tegundir nokkrar þeirra bitu.
Hinn 6. júlí var gerð ákvörðun á hlut-
deild einstakra jurta í gróðurfari hvers
gróðursvæðis um sig, hæði á ræktuðu og
óræktuðu beitilandi. Við þá ákvörðun var
notuð svonefnd oddamælingaraðferð (Ingvi
Þorsteinsson og Björn Sigurbjörnsson,
1961).
Alls voru gerðar mælingar á 30 stöðum
á hverju gróðursvæði á ræktaða landinu og
á 30 stöðum á hverju gróðursvæði í úthaga
nema á tjarnargróðrinum, en þar var hlut-
fallið milli einstakra tegunda ekki mælt.
Á ræktaða beitilandinu voru tekin sýni
af beitargrasi af hverju gróðursvæði um sig
með sex daga millibili og jafnoft og sömu
daga af hverju gróðursvæði um sig í út-
haga. Þó voru aldrei tekin sýni af gróður-
svæði 6 í úthaga, valllendinu.
Var sýnitökunni hagað þannig, að járn-
hring, 30 cm í þvermál innanmáls, var
hent inn á gróðursvæðið og það gras klippt
með grasklippum, sem innan hringsins
lenti. Þannig voru tekin sex sýni á hverju
gróðursvæði hverju sinni, þeim blandað
vel saman og um 300 grömm af grasi tekin
til þurrkunar úr heildarsýninu. Þurrkun-
in fór fram við 80° C liita, en ekki 60—70°
C hitastig, eins og áður hefur verið hald-
ið fram (Björn Jóhannesson, 1951), og
voru sýnin af túninu oítast komin í þurrk-
skáp um hálftíma eftir, að þau voru tekin
af rót. Sýnin úr úthaganum voru komin í
þurrkskáp um 1—3 klst. eftir, að þau voru
tekin af rót.
Sýnin á túninu voru tekin fyrir hádegi,
en í úthaganum eftir hádegi.
Þegar sýni voru tekin af tjarnar- og
skurðagróðri, varð ekki við komið að nota
járnhringinn. í þessu gróðurhverfi voru
eingöngu tekin sýni af ljósastör og fergini,
og var sú regla viðhöfð að taka sýnin
hverju sinni á þeim stað, sem fyrst var
komið að.
Auk þeirra sýna, sem að ofan getur, voru