Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Page 61

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Page 61
TILRAUNi-R MEÐ MJÓLKURKÝR 59 Úthaganum, sem er um 200 ha að stærð, var skipt niður í sex gróðursvæði eftir gróð- urfari, sjá mynd 1, og voru einkenni hvers svæðis sent hér segir, samkvæmt lýsingu dr. Sturlu Friðrikssonar: Gróðursvæði 1, mólendi Mosagróið hraun er með gamburmosa í þúfum, en á þúfunum vex einnig stinna- stör, mýrarelfting og túnvingull. Á milli þúfnanna og í smærri og stærri bollum og Iautum er snarrót, ilmreyr, vallarsveifgras og sauðvingull. Gróðurinn í bollunum er valllendisgróður, en er svo samofinn mó- lendinu, að það myndar samfellt beitiland. Gróðursvæði 2, jaðar Milli mýra og valllendismóanna er víða belti með jarðargróðri. Þar ber mest á tún- vingli og mýrastör, en auk þess er nokkuð af blómplöntum. Gróðursvæði 3, mýri Raklendi er að mestu gróið mýrastör, vetrarkvíðastör, hálmgresi og engjarós. Gróðursvæði 4, tjarnargróður í skurðum og við vatnið er nokkuð af tjarnargróðri, og ber þar einkum á Ijósa- stör, en einnig er þar fergin og votasef. Gróðursvæði 5, kvistmýri I þessu gróðursvæði er mýragróður ríkj- andi, en auk þess ber þar á lyngi og hrísi. Gróðursvæði 6, valllendi Gróðursvæði þetta er á jöðrum mólendis- ins og gróðurfar því nær alveg hið sama og í bollum í mólendinu. Hinn 27. maí var enn fremur athugað, á hvaða sprettustigi einstakar tegundir í út- haganum væru og á hvaða gróðursvæði kýrnar væru að bíta. Hinn 6. júlí var einnig athuguð spretta í úthaga og fylgzt með háttum kúnna í út- haganum, á hvaða gróðursvæðum þær væru og hvaða tegundir nokkrar þeirra bitu. Hinn 6. júlí var gerð ákvörðun á hlut- deild einstakra jurta í gróðurfari hvers gróðursvæðis um sig, hæði á ræktuðu og óræktuðu beitilandi. Við þá ákvörðun var notuð svonefnd oddamælingaraðferð (Ingvi Þorsteinsson og Björn Sigurbjörnsson, 1961). Alls voru gerðar mælingar á 30 stöðum á hverju gróðursvæði á ræktaða landinu og á 30 stöðum á hverju gróðursvæði í úthaga nema á tjarnargróðrinum, en þar var hlut- fallið milli einstakra tegunda ekki mælt. Á ræktaða beitilandinu voru tekin sýni af beitargrasi af hverju gróðursvæði um sig með sex daga millibili og jafnoft og sömu daga af hverju gróðursvæði um sig í út- haga. Þó voru aldrei tekin sýni af gróður- svæði 6 í úthaga, valllendinu. Var sýnitökunni hagað þannig, að járn- hring, 30 cm í þvermál innanmáls, var hent inn á gróðursvæðið og það gras klippt með grasklippum, sem innan hringsins lenti. Þannig voru tekin sex sýni á hverju gróðursvæði hverju sinni, þeim blandað vel saman og um 300 grömm af grasi tekin til þurrkunar úr heildarsýninu. Þurrkun- in fór fram við 80° C liita, en ekki 60—70° C hitastig, eins og áður hefur verið hald- ið fram (Björn Jóhannesson, 1951), og voru sýnin af túninu oítast komin í þurrk- skáp um hálftíma eftir, að þau voru tekin af rót. Sýnin úr úthaganum voru komin í þurrkskáp um 1—3 klst. eftir, að þau voru tekin af rót. Sýnin á túninu voru tekin fyrir hádegi, en í úthaganum eftir hádegi. Þegar sýni voru tekin af tjarnar- og skurðagróðri, varð ekki við komið að nota járnhringinn. í þessu gróðurhverfi voru eingöngu tekin sýni af ljósastör og fergini, og var sú regla viðhöfð að taka sýnin hverju sinni á þeim stað, sem fyrst var komið að. Auk þeirra sýna, sem að ofan getur, voru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.